HÆFNIVIÐMIÐ KJARNAGREINA

Kjarnagreinar framhaldsskóla eru íslenska, stærðfræði og enska. Allar námsbrautir skulu að jafnaði gera kröfu til þess að nemendur öðlist að minnsta kosti hæfni sem nemur lýsingu á fyrsta hæfniþrepi kjarnagreina. Við skipulag námsbrauta geta hæfniviðmið brautanna falið í sér kröfu um að nemendur þurfi að ná meiri hæfni í kjarnagreinum.

Hér á eftir fara lýsingar á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem einkennir hvert hæfniþrep í kjarnagreinum.