6

Fjölbreytt námsumhverfi sem er hvetjandi og styðjandi fyrir nemendur er ein forsenda þess að nemendur eigi þess kost að ná þeim þáttum lykilhæfni sem til dæmis lúta að sjálfsþekkingu, sjálfstæði, frumkvæði og skapandi hugsun. Starfshættir við nám og kennslu geta einnig haft mikil áhrif við mótun nemenda og ýtt undir að þeir tileinki sér gagnrýna hugsun, virðingu og umburðarlyndi, lýðræðislega virkni, jafnrétti og ábyrgð í samskiptum og umgengni við umhverfi og náttúru. Viðfangsefni sem tengja nám við daglegt líf og starfsvettvang stuðla að auknu læsi nemenda á umhverfi sitt.