15

Mennta- og menningarmálaráðuneytið leggur áherslu á að við allt mat sé fyrst og fremst litið til hæfni nemenda. Öllu námi framhaldsskólans er raðað á hæfniþrep. Þar sem framhaldsskólar skipuleggja sjálfir námsbrautir sínar er gert ráð fyrir að þeir geri nemendum kleift að velja ólíkar leiðir til að ná hæfniviðmiðum hvers þreps. Að jafnaði skal viðtökuskóli miða við mat þess skóla sem nemendur koma úr þegar litið er til þess hvort viðkomandi hæfniþáttum sé náð.