Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Opin stúdentsbraut (Staðfestingarnúmer 487) 21-487-3-7 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á opinni stúdentsbraut er áhersla lögð á að nemandi geti valið sér áfanga eftir eigin áhugasviði. Námsbrautin er hugsuð fyrir nemendur sem hafa lokið áföngum á framhaldsskólastigi en ekki endilega á fyrirfram ákveðnum brautum. Á opinni braut gefst nemendum tækifæri til þess að gera nám sitt þannig úr garði að það samræmist áformum hans um áframhaldandi nám. Mikilvægt er því að nemandinn geri sér grein fyrir því hvers konar nám og störf hann hyggur á í framhaldinu þegar hann velur sér áfanga á brautinni og leiti aðstoðar hjá námsráðgjafa eða öðrum fagaðila við það verkefni.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á opinni braut skulu nemendur hafa þreytt lokapróf grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði með lágmarkseinkunn B eða lokið námi á 1. þrepi í framhaldsskóla í sömu greinum.
Skipulag: Nám á opinni braut er fyrst og fremst bóklegt fjarnám og miðast við nemendur sem áður hafa lokið áföngum á framhaldsskólastigi. Brautin skiptist í kjarna, bundið pakkaval, bundið áfangaval og frjálst val, samtals 200 einingar. Kjarni brautarinnar eru 95 einingar. Nemendur velja 40 einingar í bundnu vali og þar af að lágmarki 15 einingar á 3. þrepi sem mynda kjörgreinar brautarinnar. Frjálst val er 65 einingar og er háð kröfu um lágmarksfjölda eininga á 1. þrepi og hámarksfjölda eininga á 2. og 3. þrepi.
Námsmat Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat. Lokaeinkunn hvers áfanga samanstendur ýmist af lokaprófi og símati eða eingöngu símati. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil. Í upphafi hverrar annar er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Til að standast áfanga skal nemandi fá að lágmarki einkunnina 5,0.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Um alla áfanga á opinni stúdentsbraut gildir nemandi þarf að ná lágmarkseinkunninni 5 til að teljast hafa staðið þá. Í þeim tilfellum sem áfangi hefur undanfara þarf nemandi að standast hann til þess að geta hafið nám í næsta áfanga á eftir. Ekki er sett skilyrði um að nemandi þurfi að ljúka ákveðnum einingafjölda á önn til þess að geta flust milli anna og er nemanda frjálst að taka fleiri eða færri einingar á önn eftir getu og áhuga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
 • leysa verkefni af hendi á markvissan og sjálfstæðan hátt
 • beita gagnrýninni hugsun við að afla fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
 • gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum í þjóðfélagi jafnréttis, lýðræðis og sjálfbærni
 • lesa, miðla, útskýra og rökræða fræðilegt efni á íslensku
 • axla ábyrgð á eigin námi
 • gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum í námi
 • skilja margvíslega texta og eiga flókin samskipti á ensku
 • skilja einfalda texta og eiga einföld samskipti á tveimur tungumálum til viðbótar
 • uppfylla strangar kröfur um meðferð heimilda og framsetningu fræðilegs texta
 • skilja og eiga samskipti um tölulegar upplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er í því námi og þeim störfum sem markið er sett á í framtíðinni
 • gera sér grein fyrir því hvaða þekking, leikni og hæfni er nauðsynleg til þess að eigin framtíðaráform rætist.
 • geta nýtt sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni - opinnar brautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Bundið val - stærðfræði (alþjóðabraut, nýsköpunar- og listabraut og félagsfræðagreinar)
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Bundið val - stærðfræði (náttúrfræðibraut og viðskiptabraut)
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Þriðja mál - Franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið áfangaval

10 af 15
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 10 af 15

Bundið áfangaval

30 af 165
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 30 af 165

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjáls val er 65 einingar og er háð kröfu um hámarksfjölda eininga á 1. og 2. þrepi og lágmarksfjölda á 3. þrepi. Á 1. þrepi geta verið 66 einingar að hámarki og einingar á 2. þrepi geta að hámarki verið 100. Einingar á 3. þrepi mega að lágmarki vera 34. Nauðsynlegt er að nemendur skipuleggi nám sitt í samvinnu við áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa með tilliti til náms að loknu stúdentsprófi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
 • með því að nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
 • með því að nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
 • með því að nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
 • með því að nemendur eru gerðir meðvitaðir um nám sitt í gegnum kennsluaðferðir og námsmat
 • með því að nemendur taka ábyrgð á eigin námi
 • með því að nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
 • með því að nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
 • með því að nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara
 • með því að nemendur nýta umsagnir kennara til þess að betrumbæta verkefnin sín
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun
 • með því að nemendur virkja sköpunarkraftinn til að sýna fram á námsárangur sinn
 • með því að nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína
 • með því að ögra nemendum til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna
Jafnrétti:
 • með því að skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra og jafnan rétt allra jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
 • með því að nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
 • með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að nemendur fái kynningu á félagsauði, mannauði og náttúru- og umhverfisauði
 • með því að nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
 • með því að nemendur þjálfast í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
 • með því að nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög
 • með því að nemendur afla sér upplýsinga á tungumálunum og túlka þær
 • með því að lesa fræðitexta á ensku
Heilbrigði:
 • með því að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
 • með því að koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
 • með því að nemendur kynnast sjálfum sér betur
 • með því að og byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
 • með því að nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit og að vera gagnrýnir á heimildir
 • með því að nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra
 • með því að nemendur öðlast hæfni í að tjá sig bæði í ræðu og riti
 • með því að nemendur geti sett fram og notað tölulegar upplýsingar í röksemdafærslur
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að nemendur fá val um verkefni
 • með því að nemendur fá val um framsetningarform verkefna
 • með því að nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu
 • með því að nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
 • með því að nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
 • með því að hlustað er á skoðanir nemenda varðandi þróun skólastarfsins