Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 204) 17-204-1-12 starfsbraut hæfniþrep 1
Lýsing: Markmið starfsbrautar er að nemendur kynnist námi og starfi við hæfi og fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni sem stuðlar að auknu sjálfstæði þeirra og auðveldar þeim að takast á við atvinnu og viðfangsefni daglegs lífs í nútíma samfélagi. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og allt nám er einstaklingsmiðað. Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum grunnskóla og/eða haft aðlagað námsefni. Nemendur þurfa einnig að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Náms- og kennsluhættir á starfsbraut einkennast af virðingu fyrir einstaklingnum, taka mið af þörfum hans og eiga umfram allt að stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Í nemendahópi þar sem þarfir nemendanna eru fjölbreyttar þurfa kennsluaðferðir að vera það líka. Fyrirkomulag kennslustunda á starfsbraut og val kennsluaðferða er því breytilegt eftir einstaklingum hópanna og því námsefni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Þar sem að námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Þeir eiga einnig að hafa kynnst og/eða öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum. Nám á starfsbraut er fjögur ár óháð fjölda tíma sem nemendur geta verið í skólanum og óháð einingum sem þeir ljúka á námstímanum. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Starfsbraut er ætluð nemendum sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám sem mætir færni þeirra og áhuga. Fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja umsókn á starfsbraut. Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992
Skipulag: Námstíminn miðast við átta annir. Brautinni er skipt í kjarna og frjálst val og er það blanda af bóklegu og verklegu námi. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Nemendur taka valáfanga jafnt og þétt í náminu samhliða kjarnaáföngum. Valáfangar taka mið af því sem almennt er í boði í skólanum hverju sinni ásamt því að reynt er að koma til móts við áhuga, þarfir og óskir nemenda með starfsbrautaráföngum. Það geta verið ýmiskonar áfangar s.s. á sviði verknáms, matreiðslu, listnáms, hönnunar, íþrótta og tungumála. Áhersla er lögð á að styrkja náms-, starfs- og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum og horft er til styrkleika og áhugasviðs. Kennsluhættir brautarinnar eru fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir.
Námsmat Námsmat byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer eftir þeim einstaklingum sem meta skal. Námmat er sniðið að getu hvers og eins. Mat endurspeglar áherslur í kennslu og er í samræmi við hæfniviðmiðin. Fjölbreyttar aðferðir við námsmat eru: • Símat sem fer fram jafnt og þétt yfir námstímann. • Mat í formi verkefna nemenda. • Mat á þátttöku í kennslustundum. • Ferilbók. • Mat á frammistöðu í verknámi. • Próf
Starfsnám: Starfsnám getur farið fram innan skólans eða utan hans. Allir nemendur fara í starfsnámsáfanga sem eru fjölbreyttir og mismunandi. Nemendur kynnast vinnumarkaðinum, starfsheitum, réttindum og skyldum, ýmis konar vinnustöðum og mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Áhersla er á að finna út hvar styrkleikar og áhugasvið nemenda liggja, ásamt því að efla jákvæðni og áhuga þeirra í garð atvinnulífsins. Markmið náms og þjálfunar á vinnustað er að kynna nemendum möguleika á störfum í nærumhverfi sínu og gera þá hæfari til að takast á við almenn störf á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á vinnubrögð, öryggismál, mætingar og vinnu í hópi. Jafnframt fá nemendur reynslu og yfirsýn sem nýtist þeim í framtíðinni. Árangur námsins verður markvissari þegar hægt er að tengja námið við vinnustaði því það veitir nemendum oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður oft skýrari. Vinna nemenda er skipulögð í samráði við vinnuveitendur en er undir eftirliti kennara. Námið er metið í samráði við vinnuveitendur og umsjónarmenn námsins frá skólans hendi og einkum er leitast við að meta þætti á borð við ástundun, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði. Viðverutími og stuðningur við nemendur er einstaklingsmiðaður.
Reglur um námsframvindu: Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Mögulegt er að brautskrá nemanda fyrr ef aðstæður nemanda leyfa. Brautskráning er óháð fjölda áfanga eða eininga sem nemandi hefur lokið. Námið er einstaklingsmiðað og því geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • Þekkja styrkleika sína
 • Vera þátttakandi á vinnumarkað að námi loknu
 • Taka þátt í í lýðræðisþjóðfélagi
 • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
 • Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
 • Leggja mat á árangur sinn og möguleika sína
 • Tjá eigin skoðanir
 • Leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
 • Nýta sér fjölbreyttar nálganir í daglegu lífi
 • Nýta sér læsi í víðu samhengi
 • Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í tjáningu og/eða ritun
 • Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
 • Virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
 • Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
 • Verða félagslega, tilfinningalega og siðferðilega tilbúnari undir þátttöku í þjóðfélaginu sem samfélagsþegnar
 • Geta nýtt sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum, leiðréttingarforrit og talgervla
 • Átti sig á tengingunni á milli réttinda og skyldna

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

240  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Í frjálsu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á starfsbraut. Nemendur velja valáfanga brautarinnar og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Með því að nemendur fái kennslu í hagnýtri stærðfræði þar sem unnið er með talnaskilning, fjármálalæsi og þjálfun í stærðfræði daglegs lífs
 • Með því að vinna með raunveruleg verkefni daglegs lífs og áhugamál bæði í skólanum og úti á vettvangi
 • Með því að nemendur yfirfæri stærðfræðikunnáttu sína yfir á athafnir daglegs lífs
 • Með því að efla notkun á viðeigandi stuðningstækjum, s.s. reiknivélum, smáforritum í símum og öðrum búnaði
Námshæfni:
 • Með því að nemendur geti sótt sér nýja þekkingu og leikni, jafnframt því að geta beitt þekkingu sinni
 • Með því að nemendur auki sjálfstraust sitt og þekki styrkleika sína
 • Með því að nemendur verði ábyrgir og skapandi í þekkingarleit sinni, ígrundi og rökstyðji
 • Með því að nemendur fái tækifæri til að fást við mismunandi viðfangsefni sem tengjast menningu, samfélagi, umhverfi ungmenna og daglegu lífi
 • Með því að nemendur takist á við áskoranir í námi og daglegu lífi
 • Með því að beita góðum vinnubrögðum á vinnustað
 • Með því að nemendur geti tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Með því að nemendur vinni með og skilgreini hugtakið sköpun í víðu samhengi með þverfaglegri nálgun
 • Með því að nemendur verði meðvitaðir um að vinnuferlið er ekki síður mikilvægt en afraksturinn og að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
 • Með því að nemendur geti sótt áfanga sem víkka sjóndeildarhring utan hefðbundins ramma
 • Með því að nemendur fá æfingu í fjölbreyttum og skapandi vinnubrögðum
 • Með því að hvetja nemendur til að spyrja spurninga sem leiða til forvitni, með það í huga að þekkingarleit og sköpunarferli eru ekki síður mikilvæg en svör og niðurstöður
 • Með því að hvetja nemendur til að gera margvíslegar tilraunir og líta á mistök sem tækifæri til að læra af reynslu
 • Með því að nemendur taki nýjungum opnum örmum og noti nýja miðla og tæki á áhugahvetjandi og skapandi hátt
 • Með því að hvetja nemendur til að hafa verk sín sýnileg svo þau verði hvatning og innblástur fyrir aðra
 • Með því að nemendur fáist við fjölbreyttan efnivið og hafi val um ólíkar leiðir í úrvinnslu hugmynda sinna
 • Með því að nemendur fái fjölbreytilegt vinnurými
Jafnrétti:
 • Með því að skilgreina hugtakið jafnrétti með þverfaglegri nálgun
 • Með því að veita tækifæri til náms í skóla án aðgreiningar og veitt nám við hæfi
 • Með því að stuðlað að jöfnum aðgangi að menntun óháð kyni, uppruna, fötlun, félagslegri stöðu, þjóðerni, kynhneigð, tungumáli og lífsskoðunum
 • Með því að skapa tækifæri til að undirbúa sig fyrir líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi
 • Með því að efla nemendur til að geta greint aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra
 • Með því að efla samvinnu og samskipti sem mótast af virðingu fyrir margbreytileika
 • Með því að jafna möguleika á aðgengi og þátttöku sem tengjast skólastarfinu og skólasamfélaginu
 • Með því að jafnréttismenntun verði samofin öllu skólastarfinu, bæði því formlega og óformlega
Menntun til sjálfbærni:
 • Með því að vinna með og skilgreina hugtakið sjálfbærni með þverfaglegri nálgun
 • Með því að nemendur séu upplýstir og meðvitaðir um mismunandi auðlindir náttúrunnar
 • Með því að nemendur taki gagnrýna afstöðu gagnvart umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi
 • Með því að nemendur séu upplýstir um margbreytileika lífsins og sérstöðu manna meðal lífvera
 • Með því að nemendur temji sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði jarðar, náttúru og fólks
 • Með því að nemendur séu hvattir til að horfa til framtíðar, virða rétt komandi kynslóða til sæmandi lífs og heilbrigðis
 • Með því að nemendur verði upplýstir um vistspor mannsins
 • Með því að nemendur velti fyrir sér uppruna efna sem notuð eru í daglegu lífi
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Með því að eiga kost á valáföngum í erlendum tungumálum sé þess kostur
 • Með því að taka þátt í samskiptum við erlenda skóla sé þess kostur
Heilbrigði:
 • Með því að styrkja sjálfsmynd nemenda
 • Með því að vinna með og skilgreini hugtakið heilbrigði með þverfaglegri nálgun
 • Með því að nemendur eigi kost á fjölbreyttum íþróttum með áherslu á áhuga, færni og leikni þeirra
 • Með því að nemendur eigi kost á bóklegum og verklegum áföngum í heilbrigðisfræði
 • Með því að aukna þekkingu á mikilvægi heilbrigðs lífstíls, forvarna og í að taka ábyrgð á eigin lífi
 • Með því að greina áhættuþætti í umhverfi sem valdið geta skaða, s.s. áfengi, vímuefni og tóbak
 • Með því að efla andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði nemenda
 • Með því að flétta eigið heilbrigði saman við daglegt líf
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Með því að skilgreina hugtakið læsi í víðu samhengi með þverfaglegri nálgun
 • Með því að efla læsi nemenda í víðu samhengi svo sem á bókstafi og hljóð, umhverfi, tákn, reglur, samskiptamiðla, hugtök, tjáskipti, tilfinningar, lesefni og samskipti
 • Með því að gefa nemendum tækifæri til að velja á milli mismunandi táknkerfa og miðla, t.d. miðað við notagildi, markmið, mismunandi efni og markhópa eða mismunandi námslag nemenda
 • Með því að gefa kost á fjölbreyttu lesefni/námsefni
Lýðræði og mannréttindi:
 • Með því að skilgreina hugtökin lýðræði og mannréttindi með þverfaglegri nálgun
 • Með því að efla þekkingu á að í lýðræðisríki þurfi borgarar að búa við mannréttindi og komast að samkomulagi
 • Með því að hafa jafnan rétt til náms og kennslu óháð búsetu, efnahag, fötlun, kyni, kynhneigð, litarhætti, lífsskoðunum, menningu, eða þjóðerni
 • Með því að fara yfir tenginguna á milli réttinda og skyldna
 • Með því að færni nemenda í að taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
 • Með því að gefa kost á sveigjanlegum námsvettvangi t.d. með einstaklings- og hópavinnu, vettvangsferðum, skýrslugerð, umræðum og gegnum veraldarvefinn
 • Með því að vinna með og skilgreini hugtökin fordómar og minnihlutahópar
 • Með því að vinna með og skilgreini hugtakið einelti