Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Námsbraut fyrir sótthreinsitækna 19-428-2-5 sótthreinsitæknir hæfniþrep 2
Lýsing: Námsbraut fyrir sótthreinsitækna er 120 feiningar með námslok á 2. hæfniþrepi. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf við dauðhreinsun tækja og áhalda á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Í náminu er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt þau sérhæfðu störf sem þeim eru falin.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði og ensku) þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Námið er skipulagt sem fjögurra anna nám og skiptist í 23 feiningar í almennum greinum, 37 feiningar í almennum heilbrigðisgreinum, 35 feiningar í sérgreinum sótthreinsitækna og 25 feininga vinnustaðanám. Fyrstu þrjár annirnar eru í skóla, en síðan tekur við 15 vikna vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða hjá fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. 28% námsins er á 1. hæfniþrepi og 72% á 2. hæfniþrepi.
Námsmat Skólinn leggur áherslu á að námsmat sé fjölbreytt og að símat sé notað þar sem því verður viðkomið. Námsmat getur þó verið mismunandi eftir áföngum. Leitast er við að beita leiðsagnarmati þar sem nemendur eru aðstoðaðir við að bæta frammistöðu í ljósi mats. Tilhögun námsmats í einstökum greinum skal vera nemendum ljós í upphafi annar.
Starfsnám: Vinnustaðanám fer fram á vinnustað sem skólinn viðurkennir. Unnið er með mismunandi verkfæri og tæki eftir sérgreinum undir leiðsögn starfandi sótthreinsitæknis eða annarra sérhæfðra starfsmanna. Til að tryggja fjölbreytni fer hver nemandi á fimm mismunandi vinnustaði. Kennslustjóri brautar sækir um nemapláss í samráði við nemanda og gerir skólinn námssamning fyrir hönd hans. Ferilbók, sem fylgir hverjum nemanda í verknámi, er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda og er hluti af námsmati. Vinnustaðanám er skipulagt með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsins og er tilgangur þess að gera nemandann hæfari til að takast á við sérhæfð störf, færan um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og lokið öllum bóklegum greinum þegar þeir hefja vinnustaðanám.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • gegna þeim störfum sem tilheyra starfssviði sótthreinsitækna samkvæmt starfslýsingu
 • vera fær um að tjá sig, lesa og skilja íslensku að því marki sem starfið krefst
 • vinna samkvæmt umgengis- og sýkingavarnastöðlum og vera meðvitaður um mikilvægi hreinlætis, vinnuverndar og öryggis á vinnustað
 • skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og markmið stofnunar og fyrirtækis
 • virða trúnað og viðhafa þagmælsku
 • raða verkefnum í forgangsröð
 • umgangast og vinna við dauðhreinsun frá upphafi til enda og velja réttar aðferðir með tilliti til lækningatækja og umbúða sem við eiga
 • sýna færni við geymslu og flutning á dauðhreinsuðum vörum og meðhöndlun úrgangs og efna til förgunar á viðeigandi hátt
 • nota og túlka öryggiskvarða við skráningu dauðhreinsitækja
 • koma fram af öryggi og fagmennsku á vinnustað
 • viðalda þekkingu sinni, tileinka sér nýjungar og sýna frumkvæði er varða starfið

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að reyna á alla þessa þætti í námsgreinum brautarinnar. Skýrt dæmi um það er í áfanganum gæði, öryggi og rekjanleiki þar sem gerðar eru kröfur um fagleg vinnubrögð og að nemendur séu læsir á upplýsingar ólíkra miðla, geti nýtt sér fjölbreytta miðla í upplýsingaleit, aflað gagna, flokkað og nýtt sér á gagnrýninn hátt.
Námshæfni:
 • með því að vinna markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar með áherslu á leiðsagnarmat þar sem unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Í vinnustaðanámi færa nemendur ferilbók þar sem þeir m.a. ígrunda framfarir sínar í námi og starfi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með þvi að vinna með ýmsa miðla til upplýsingaöflunar, s.s. netmiðla, erlendar bækur sem og innlendar ásamt blöðum, greinum, myndefni og tölvuforritum. Í flestum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun og þurfa nemendur að sýna hæfni í alls kyns verkefnum og kynningum á þeim.
Jafnrétti:
 • með því að leggja áherslu á jafnan rétt og tækifæri allra að námi óháð búsetu, trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldri, litarhætti eða tungumáli.
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að leggja áherslu á að vinna að verkferlum sem stuðla að góðu umhverfi og samábyrgð fagfólks til að auka sjálfbærni. Nemendur eru gerðir meðvitaðir um ábyrgð á eigin heilsu og eru hvattir til að temja sér heilbrigðan lífsstíl. Fjallað er um tengsl mengunar og sjúkdóma ásamt þeirri ábyrgð sem hver einstaklingur ber á nánasta umhverfi sínu. Í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðinu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að þjálfa nemendur í að koma máli sínu á framfæri á ensku í ræðu og riti auk þess sem lögð er áhersla á enskan fagorðaforða.
Heilbrigði:
 • með því að fjalla um mikilvægi þess að auka sýkingarvarnir og vinna að fagmennsku við að bæta lífsgæði þeirra sem þurfa á skurðaðgerðum að halda ásamt því að huga að starfstengdu öryggi. Í vinnustaðanámi þjálfast nemendur í samskiptum og faglegum vinnubrögðum og lögð er áhersla á að þeir öðlist skilning og færni í að efla bæði eigið heilbrigði og annarra.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að leggja áherslu á vinnu nemenda sem reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta. Í hvers kyns verkefnavinnu reynir á tjáningu í rituðu máli og töluðu máli við kynningu niðurstaðna. Nemendur þurfa að svara spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi. Þeir eru hvattir til að nota íslensk fræðiheiti og hugtök sem tengjast faginu.
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að leggja áherslu á að allir sem þurfa að gangast undir aðgerðir eiga rétt á hreinlæti og öryggi. Stuðlað er að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Nemendur læra að taka leiðsögn á uppbyggilegan hátt í vinnustaðanámi og bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum ásamt því að taka tillit til samstarfsfólks, samnemenda og þjónustuþega.