Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Viðskipta- og hagfræðibraut stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Viðskipta- og hagfræðibraut er ætlað að veita nemendum breiða og almenna menntun auk þess að búa þá undir nám á háskólastigi. Einkum er lögð áhersla á að undirbúa nemendur fyrir nám í viðskiptagreinum, hagfræði og öðrum félagsgreinum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á viðskipta- og hagfræðibraut er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í kjarnagreinum (íslensku, ensku og stærðfræði) eða lokið fornámi í þessum áföngum.
Skipulag: Nám á viðskipta- og hagfræðibraut er alls 200 feiningar. Það samanstendur af kjarna (86 fe) sem er sameiginlegur öllum bóknámsbrautum, þriðja tungumáli (15 fe), föstum brautarkjarna (60 fe) sem inniheldur viðskipta- og hagfræðigreinar og síðan vali (39 fe) sem nemendur velja í samræmi við áhuga og lokamarkmið. Til að útskrifast þarf nemandi að ljúka að lágmarki 40 feiningum á þriðja þrepi en stefni hann á framhaldsnám sem byggir á stúdentsprófi viðskipta- og hagfræðibrautar er ráðlegt að ljúka a.m.k. 15-20 feiningum til viðbótar á þriðja þrepi í sérgreinum brautarinnar.
Námsmat Námsmat getur verið mismunandi eftir áföngum. Skólinn leggur þó áherslu á að námsmat sé fjölbreytt og að símat sé notað þar sem því verður við komið. Leitast er við að beita leiðsagnarmati og aðstoða nemendur við að bæta frammistöðu í ljósi niðurstöðu mats. Tilhögun námsmats í einstökum greinum skal vera nemendum ljós í upphafi annar og einnig birt á heimasíðu skólans.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á brautinni á þremur árum. Til þess þarf hann að ljúka 33-35 feiningum á hverri önn. Hann þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu í öllum greinum og átta sig á að sumir áfangar eru ekki í boði á hverri önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • takast á við sérhæft nám á háskólastigi, einkum í viðskiptafræði, hagfræði og öðrum félagsgreinum
  • að taka þátt í upplýstri umræðu um efnahagsmál
  • beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum á sviðum tengdum viðskipum og hagfræði
  • lesa fræðigreinar um viðskipti og hagfræði á ensku
  • beita nýjustu upplýsingatækni við gagnaöflun og framsetningu efnis
  • tjá sig á skiljanlegri íslensku bæði í ræðu og riti
  • lifa og starfa sem ábyrgur þegn í lýðræðisþjóðfélagi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Sameiginlegur kjarni bóknámsbrauta
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjarni viðskipta- og hagfræðibrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja mál - spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemandi tekur alls 39 feiningar í frjálsu vali. Hann þarf að gæta þess að uppfylla reglur um skiptingu náms á þrep og þarf einnig gæta að lokamarkmiðum sínum í námi og möguleikum á framhaldsnámi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
  • Skólinn vill stuðla að jafnrétti í víðasta skilningi þess orðs; ekki bara jafnrétti kynjanna heldur líka jafnrétti án tillits til efnahags, trúarbragða, litarháttar, kynhneigðar, uppruna, búsetu, fötlunar og svo framvegis. Þetta gerir skólinn með því að
  • • hvetja kennara til að velja kennsluefni sem endurspeglar stöðuna i samfélaginu á hverjum tíma og ræða hana við nemendur
  • • hvetja nemendur til að huga að jafnréttismálum og benda kennurum og yfirvöldum á það sem betur má fara
  • • halda árlegan jafnréttisdag þar sem jafnréttismál eru í brennidepli
  • • ræða jafnréttismál og benda nemendum á fordóma og leiðir til að berjast gegn þeim
  • • hvetja nemendur til að hugsa út fyrir rammann og láta ekki staðalmyndir ráða vali sínu á námi og lífsstarfi
  • • bjóða upp á jafnréttisáfanga (kynjafræði) sem nemendur á öllum brautum geta valið
  • • starfrækja jafnréttisnefnd í skólanum
Námshæfni:
  • Skólinn lítur svo á að námshæfni sé eiginleiki sem menn geti þróað með sér allt lífið. Til að ná sem bestum árangri þarf nemanda að vera þetta ljóst og hann þarf að vinna markvisst að því að þróa námshæfni sína. Námshæfni felur í sér að nemandi
  • • vinni með styrkleika sína og geri sér grein fyrir veikleikum
  • • setji sér raunhæf markmið í námi
  • • geti skipulagt tíma sinn
  • • geti unnið með öðrum að sameiginlegu marki
  • • geti tekist á við áskoranir í námi sínu
  • • kynni sér hvaða bjargir eru í boði og nýti sér þær ef hann þarf á að halda
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Skólinn leitast við að skapa nemendum umhverfi þar sem sköpun þeirra og hugmyndaauðgi fær að njóta sín bæði í félagslífi og námi, meðal annars með því að
  • • nemendur í leiklistaráfanga setja upp sýningu þar sem sköpunargleðin er virkjuð
  • • nemendur i kvikmyndaáföngum taka stuttmyndir og nýta sköpunarhæfileika sína við undirbúning og skipulag
  • • nemendur í hönnunar- og frumkvöðlafræði þróa og markaðssetja vöru undir handleiðslu kennara og kynna á vörumessu
  • • nemendur í bóklegum greinum eru hvattir til að skila verkefnum sínum á fjölbreyttu formi, t.d. sem myndbandi, veggspjaldi, vefsíðu eða tölvuleik
  • • nemendur í myndlist fá víðtæka reynslu af því að tjá sig á ýmsu formi og í margskonar efni (leir, gifs, pappír…)
  • • stuðla að fjölbreyttu félagslífi þar sem sköpunargáfa nemenda fær að njóta sín
Menntun til sjálfbærni:
  • Skólinn er fyrsti Grænfánaskólinn í hópi framhaldsskóla og hefur skýra stefnu í málum er varða umhverfi og sjálfbærni. Í öllu skólastarfi er lögð áhersla á sjálfbærni m.a. með því að
  • • starfrækja sjálfbærninefnd sem setur sér sjálfbærnistefnu með mælanlegum markmiðum
  • • starfrækja umhverfisráð í skólanum
  • • hvetja nemendur til að taka virkan þátt í starfi umhverfisráðs og sjálfbærninefndar
  • • í raungreina- og hagfræðiáföngum kynna nemendur sér nýtingu auðlinda og náttúruvernd
  • • í félagsgreinum er lögð áhersla á skyldur jarðarbúa við komandi kynslóðir
  • • í lífsleikniáföngum er umhverfisvitund rædd og nemendur skoða eigin neyslu í ljósi sjálfbærni
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Allir nemendur á stúdentsprófsbrautum læra minnst þrjú erlend tungumál. Lögð er áhersla á að nemendur fái sem víðtækasta þjálfun í að tjá sig á þeim málum bæði munnlega og skriflega. Enn fremur er lögð áhersla á að þeir kynnist menningu og siðum viðkomandi málsvæða. Þetta er gert með því að
  • • lesa fjölbreytta texta og vinna með þá
  • • horfa á kvikmyndir og ræða þær
  • • kynna nemendum siði og samskiptavenjur mismunandi þjóða
  • • bjóða nemendum að taka þátt í samstarfsverkefnum við erlenda skóla sem oft fela í sér að nemendur heimsækja jafnaldra sína í öðrum löndum og taka á móti erlendum gestum
  • • hvetja erlenda nemendur skólans til að vinna að með öðrum nemendum að verkefnum um menningu og siði landa sinna
Heilbrigði:
  • Skólinn hefur verið þátttakandi í átakinu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og hefur sem slíkur lagt áherslu á heilbrigðan lífsstíl allra í skólasamfélaginu. Lögð er áhersla á að
  • • nemendum sé gerð ljós neikvæð áhrif tóbaksneyslu og notkunar vímuefna af öllu tagi
  • • allir nemendur eigi kost á að kaupa hollan mat gegn vægu gjaldi á skólatíma
  • • íþróttatímar séu með fjölbreyttu sniði og að allir geti fundið sér hreyfingu við hæfi, meðal annars með því að hjóla í skólann, stunda fjallgöngur, jóga eða sund
  • • nemendur séu fræddir um geðheilbrigði og þeir hvattir til að temja sér lífsvenjur sem stuðla að góðri geðheilsu. Innan skólans sé boðið upp á slökunartíma og prófkvíðanámskeið og leitað sé úrræða fyrir þá nemendur sem glíma við sálræna erfiðleika
  • • nemendur geti valið úr áföngum sem stuðla að auknu heilbrigði og vellíðan
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Í öllum áföngum skal lögð rík áhersla á að nemendur temji sér vandað mál, að þeir þjálfist í að tjá sig, koma skoðunum sínum á framfæri og ekki síður að hlusta á sjónarmið annarra og eiga við þá jákvæð samskipti. Að þessu reynir skólinn að stuðla með því að
  • • öllum verkefnum skal skilað á vönduðu máli og kennarar leiðbeina nemendum um það sem betur má fara
  • • láta nemendur hafa framsögu um verkefni sín þar sem því verður við komið. Þannig þjálfast þeir í að svara spurningum og skýra mál sitt
  • • leggja áherslu á hópavinnu sem þjálfar nemendur í samskiptum og tjáningu
  • • leggja áherslu á eigið vinnuframlag nemenda í og utan kennslustunda sem þjálfar þá í læsi og skilningi á lesnum textum
  • • hvetja nemendur til þátttöku í atburðum á vegum skólans og nemendafélagsins þar sem reynir á tjáningu og samskipti
Lýðræði og mannréttindi:
  • Allt skólastarf miðar að því að gera nemendur að virkum þátttakendum í lýðræðisþjóðfélagi. Innan skólans er lögð áhersla á að þetta með þvi að
  • • hvetja nemendur til þátttöku í félagslífi nemenda og láta þá bera ábyrgð á starfi sínu þar
  • • tilnefna nemendur í ráð og stofnanir á vegum skólans s.s. skólaráð, umhverfisráð, jafnréttisnefnd og hlusta á það sem þeir hafa fram að færa
  • • halda skólafundi reglulega þar sem öllum nemendum gefst kostur á að taka þátt og koma þannig að þróun skólans
  • • gefa nemendum kost á að meta áfanga skólans reglulega og hafa þannig áhrif á námsefni og kennslu
  • • gefa öllum nemendum færi á að koma á fund yfirvalda ef þeir hafa ábendingar eða kvartanir
  • • ræða mannréttindi og lýðræði í öllum áföngum hvenær sem tækifæri gefast
  • • kennarar og starfsfólk umgangast nemendur með virðingu, jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Upplýsingalæsi er hverjum manni nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi. Skólinn leggur áherslu á nemendur þjálfist í að finna, lesa, greina og gagnrýna upplýsingar sem tengjast námsefni hinna ýmsu áfanga en ekki síður þær upplýsingar sem annarstaðar birtast m.a. í fjölmiðlum. Þeir eiga að geta
  • • notað margvíslega tækni til að leita sér upplýsinga
  • • nýtt sér nýjustu upplýsingatækni á hverjum tíma í námi og starfi
  • • lagt mat á tölulegar upplýsingar
  • • gagnrýnt framsetningu á talnagögnum
  • • tjáð skilmerkilega skoðanir sínar um tölur og talnagögn
  • • sett sjálfir fram tölulegar upplýsingar á skiljanlegan hátt