Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1706695731.19

  Íslenska sem annað mál
  ÍSAN2GB05
  21
  íslenska sem annað mál
  framburður, hlustun, lestrarfærni, orðaforði, tal
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn er áætlaður sem grunnáfangi þrjú í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem eru farnir að tala og skilja íslensku þokkalega. Nemendur halda áfram að tileinka sér undirstöðuatriði tungumálsins og halda áfram að byggja upp flóknari orðaforða auk þess að þjálfast í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmið áfangans er einnig áhersla á hugtök annarra námsgreina og ritgerðasmíð þar sem gerð verður heimildaritgerð sem tengist annarri námsgrein sem nemendur stunda samhliða íslenskunáminu. Áfanginn raðast á B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum (ETM).
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
  • grundvallarþáttum íslenska málkerfisins
  • sértækum hugtökum annarra námsgreina
  • reglum um uppsetningu á heimildaritgerðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
  • fylgja einföldum fyrirmælum á íslensku
  • lesa léttan texta og taka þátt í umræðum sem innihalda algengan orðaforða
  • skilja einföld hugtök annarra námsgreina
  • skrifa sjálfur stuttan texta í ritgerð og umorða léttan texta úr heimildum
  • leita að heimildum í ritgerðir og kunna að nýta þær á réttan hátt
  • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál og nota viðeigandi málfar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
  • geta skilið einfalt talað mál
  • geta skilið einfalda skriflega texta
  • nýta sér betur hugtök annarra námsgreina
  • geta skrifað stutta heimildaritgerð um annað námsefni
  • tileinka sér aðalatriðin í stuttum og/eða einföldum rauntextum af ýmsu tagi og geta dregið ályktanir af því sem hann les
  Áfanginn er símatsáfangi með áheherslu á leiðsagnarmat þar sem verkefni nemendans eru nýtt sem námsefni í málnotkun og orðaforða.