Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1702305475.87

    Sirkuslistir
    ÍÞRG1SL03
    22
    íþróttagrein
    Sirkuslistir
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Markmið áfangans er að kynna þátttakendum heim sirkuslistanna, hvernig hann tengist og er samþættur öðrum listgreinum og kenna undirstöðuatriði grunnsirkusgreina. Nemendur fá þjálfun í atriðasmíði og sviðsframkomu og taka virkan þátt í uppsetningu og skipulagningu sirkussýningar sem lokaverkefni í áfanganum. Áhersla í tæknikennslu verður lögð á sirkusfimleika, jafnvægislistir, loftfimleika, djöggl með mismunandi áhöldum, húllahopp og trúðaleik.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðli sirkuslista, samhengis þeirra og tengslum við aðrar sviðslistir og íþróttir
    • helstu undirstöðuatriðum sirkusfimleika, jafnvægislista, loftfimleika, djöggls, húllahopps og trúðaleiks
    • mikilvægi og framkvæmd markmiðasetningar og nauðsyn þess að þjálfun sé markviss og skipulögð til að ná árangri
    • mikilvægi réttrar líkamsbeitingar til þess að forðast meiðsli
    • helstu þáttum atriðasmíði og sviðsframkomu
    • mikilvægi öryggis við æfingar og ástundun sirkuslista
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma helstu undirstöðuatriði í sirkusfimleikum, jafnvægislistum, loftfimleikum, djöggli, húllahoppi og trúðaleik
    • smíða stutt atriði ein eða í litlum hóp
    • framkvæma og kenna grunntækni sirkusfimleika, jafnvægislista, djöggls, og húllahopps
    • nýta sér stuðningsefni sem er að finna á internetinu
    • vinna saman með öryggi og umhyggju að leiðarljósi
    • læra að þekkja veikleika sína og styrkleika í mismunandi greinum sirkuslista
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja og framkvæma sýningu í samvinnu með hóp þar sem tekið er tillit til styrkleika allra í hópnum
    • stunda sirkuslistir sér til ánægju og heilsubótar á öruggan hátt
    • smíða og framkvæma stutt atriði
    • kenna áhugasömum tæknilegan grunn þeirra sirkuslista sem hann hefur lært á öruggan og skilmerkilegan máta
    Í áfanganum er símat.