Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1696498992.44

  Safnafræði
  SAFN2SF05
  1
  Safnafræði
  Safnafræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga læra nemendur um starfsemi safna og hvaða þýðingu söfn hafa fyrir samfélagið. Nemendur læra grundvallarhugtökin söfnun, varðveisla, rannsóknir og miðlun. Nemendur munu skoða menningarstofnanir, safn, listasafn, og byggðasöfn og kynnast innri starfsemi safna.
  INNF1IF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • starfsemi safna og menningarstofnana
  • hlutverki safna og menningarstofnana í samfélaginu
  • tengingu safnafræðinnar við nærsamfélagið
  • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í tengslum við sögu, menningararf og varðveislu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita gagnrýninni hugsun á uppbyggilegan hátt
  • nýta þekkingu sína í rannsóknir
  • að nýta sér safnkost í nærumhverfi sínu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um söfn
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
  • beita gagnrýninni hugsun og viðurkenndum aðferðum við að koma skoðunum sínum á viðfangsefnum greinarinnar á framfæri
  Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.