Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1696343100.74

    Námstækni
    NÁMT1NÁ05
    4
    námstækni
    Námstækni
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn miðar að því að nemendur verði læsir á styrkleika sína í námi og kunni að nýta þá. Nemendur eflist sem námsmenn og kynnist ýmsum þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu og líðan í námi. Sérstök áhersla er lögð á að efla sjálfstæði nemenda í námi, áhugasvið og að hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér raunhæf markmið. Nemendur kynnast aðferðum, leiðum og forritum til að styðja við góðar námsaðferðir með það að markmiði að efla þá til sjálfstæðis í námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • árangursríkum aðferðum í námi
    • að námsvenjur og aðrar lífsvenjur geta haft áhrif á nám
    • aðferðum til að setja sér raunhæf markmið í námi sínu
    • ýmissi stafrænni tækni sem hægt er að nýta í námi
    • styrkleikum og þrautseigju almennt og sérstaklega í námi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta lífsvenjur sem hafa jákvæð áhrif á árangur í námi
    • nýta tækni til að styðja við nám sitt
    • efla minni og einbeitingu
    • temja sér jákvætt hugarfar og líðan
    • setja sér markmið og nýta tímastjórnun
    • viðhafa sjálfstæð vinnubrögð
    • taka ábyrgð á eigin námi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja námslotur sínar
    • nýta námstækniaðferðir og leiðir til að efla færni sína til náms
    • leggja mat á stöðu sína og skipuleggja nám sitt í takt við hana
    • setja sér raunhæf markmið í námi
    • beita viðeigandi stafrænni tækni til hjálpar í námi
    • taka ábyrgð á eigin námi með því að nýta skipulag og tímastjórnun
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.