Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1650393036.85

  Lokaverkefni 2
  LOVE3BM03
  3
  Lokaverkefni
  Bílamálarar
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Nemendur útfæra verkefni sem sveinsprófsnefnd leggur fyrir og framkvæma í samræmi við kröfur nefndarinnar. Áhersla er lögð á að nemendur sýni vandvirkni, skipuleg vinnubrögð og góða umgengni. Í lokaverkefninu geta komið fyrir allir þeir þættir sem koma við sögu í málun ökutækja. Nemendur verða að gera sér grein fyrir að tímamörk eru á verkefnum. Þess er gætt að farið sé eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna, tækja og persónuvarna.
  Nemendur þurfa að hafa lokið öllum öðrum áföngum á námsbraut í bílamálun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Öllum vinnuaðferðum og tæknibúnaði sem beita þarf við undirbúning og málun ökutækja.
  • Leiðbeiningum bílaframleiðenda. TDS og SDS.
  • Verklýsingum og vinnuferlum þegar verið er að gera við ökutæki.
  • Persónuvörnum sem nota skal við viðgerðir á ökutækjum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Útfæra verkefni eftir fyrirmælum sveinsprófsnefndar við efnisval og framkvæmd verkefnis.
  • Meðhöndla öll þau efni sem þarf til að viðgerð standist kröfur sveinsprófsnefndar.
  • Beita þeim aðferðum sem þarf til að viðgerð sé viðunandi.
  • Velja þau tæki, tæknibúnað og verkfæri sem við á hverju sinni.
  • Ganga vel um verkfæri og hafa vinnuaðstöðu sína snyrtilega.
  • Nota viðeigandi persónuvarnir.
  • Gera greinargóðu verklýsingu á unnu verki.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Framkvæma verkefni er krefjast þekkingar og eru í samræmi við verkáætlun og hönnun lokaverkefnis frá sveinsprófsnefnd.
  • Vinna þannig að endanlegt útlit og áferð sé í fullu samræmi við verkáætlun.
  • Vinna í fullu samræmi við viðurkenndar aðferðir framleiðenda ökutækja og efnisframleiðenda (OEM, TDS og SDS).
  • Velja réttan búnað, tæki og efni.
  • Skrifa greinargóða verklýsingu.
  • Nota persónuvarnir á réttan hátt svo enginn skaði hljótist af.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.