Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1650390387.39

  Litafræði
  BMLF2BM05
  5
  Litafræði í bílamálun
  Bílamálarar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er uppbygging litakerfa kynnt. Lögð áhersla á litaskilning, litaþekkingu, grunnliti og grátónaskala. Nemendur kynna sér mikilvægi undirlita og áhrif þeirra á liti. Farið er yfir samspil lita og áhrif þeirra. Farið er yfir litakerfi og það hvernig þau nýtast fagmönnum í bílamálun í starfi. Nemendur læra á litaskanna og ýmsa aðra tækni sem fyrir hendi er. Farið yfir staðsetningu litanúmera í ökutækjum og merkingu þeirra. Farið yfir vinnuferlið frá því að réttur litur er fundinn og þar til málning er tilbúin til notkunar. Fjallað er um mikilvægt þess að nemendur fari eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Aðferðarfræði sem beitt er við litabreytingar.
  • Grunnlitum.
  • Grátónaskala.
  • Litum og tónum.
  • Uppbyggingu NCS litakerfisins og staðsetningu lita innan þess.
  • Uppröðun lita í litahringnum.
  • Tilgangi litakerfis og notkun á slíku hjálpartæki.
  • Mikilvægi undirlita.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Gera einfaldar litablöndur eftir litaprufum miðað við NCS litakerfið.
  • Nota NCS kerfið.
  • Gera æfingar með undirliti í akrýl og vatni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Geta blandað/lagað liti á réttan hátt.
  • Geta gert greinamun á grunnlitum og tónum.
  • Geta greint hvort undirlitur hafi áhrif á lit sem á að nota.
  • Geta notað litakerfi.
  • Geta aflað sér upplýsinga um liti og litanúmer ökutækja.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.