Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1650389675.38

    Vinnuaðferðir og tækni 1
    VOTA2BM05
    1
    Vinnuaðferðir og tækni 1
    Bílamálarar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur gera einfaldar æfingar sem tengjast undirvinnu og sprautumálun með hreinum litum. Farið er yfir mikilvægi góðrar innpökkunar og að farið sé eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð, undirvinnu, sprautumálun og gerð greinargóðrar vinnuskýrslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tækjum sem notuð eru í bílamálun og notkunarsviði þeirra.
    • TDS og SDS viðeigandi málningarefna.
    • Þekkingu og skilning á pictogram sem kann að vera á efnum sem notuð eru.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota og hirða um verkfæri og tæki sem unnið er með við bílamálun.
    • Velja þá viðgerðartækni sem hentar best hverju sinni.
    • Fylgja fyrirmælum framleiðenda.
    • Skila vandaðri vinnu.
    • Skrifa greinargóða vinnuskýrslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta hvernig og með hvaða búnaði sé viðeigandi að framkvæma tiltekið vinnuferli.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.