Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1650388320.05

  Undirvinna grunnur
  UNGR1BM05
  1
  Undirvinna grunnur
  Bílamálarar
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Gerðar eru einfaldar æfingar í meðferð og umhirðu tækja og tæknibúnaðar. Farið yfir framkvæmd á vinnuferli sprautumálunar. Efnisþættir eru tveggja þátta spartl og málun á grunni. Fara eftir fyrirmælum framleiðenda. Farið yfir þær persónuvarnir sem skal nota við spörtlun og grunnun.
  Grunnnám bíliðngreina.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Helstu verkfærum og tækjabúnaði.
  • Viðhaldi og viðgerðum á máluðu yfirborði ökutækja.
  • Uppbyggingu málningarlaga.
  • Vali málningarefna fyrir smærri og stærri farartæki.
  • Persónuvörnum sem nota skal við viðgerðir á ökutækjum.
  • Leiðbeiningum bílaframleiðenda.
  • TDS og SDS lakkframleiðenda.
  • Verkskýrslum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Nota verkfæri og tæki til viðgerðar á máluðum flötum bifreiða.
  • Meta ástand og viðgerðir á máluðu yfirborði bifreiða.
  • Meta uppbyggingu málningarlaga út frá leiðbeiningum bíla- og lakkframleiðenda.
  • Velja réttan búnað og efni til notkunar eftir leiðbeiningum framleiðanda (OEM) og eftir stærð ökutækja.
  • Nota persónuvarnir á réttan hátt svo enginn skaði hljótist af.
  • Fylla út og skrifa greinagóða verklýsingu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Velja þau tæki, tæknibúnað og verkfæri sem við eiga hverju sinni.
  • Nota rétt efni við vinnu sína.
  • Mála smærri og stærri ökutæki.
  • Gera greinagóða verklýsingu á unnu verki.
  • Nota viðeigandi persónuvarnir.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.