Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1650386184.79

    Verkstæðisfræði
    BVVE2BM01
    13
    Verkstæðisfræði
    Bílamálarar
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið yfir vinnuverndar- og starfsmannamál, svo sem reglur um heilbrigði, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og vinnustaðir skoðaðir. Áhöld og verkfæri sem notuð eru á ökutækjaverkstæðum skoðuð. Fjallað um hættuleg efni og áhrif þeirra. Fjallað er um mikilvægi þess að íhuga hættur og þekkja viðbrögð við óhöppum. Farið er yfir mikilvægi hreinlætis og réttrar meðferðar úrgangs og spilliefna. Áhersla er lögð á fagmennsku við alla þætti sem snerta starfið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þeim almennu og sérstöku hættum sem fylgja störfum á ökutækjaverkstæðum og valdið geta slysum, sjúkdómum og skemmdum á verðmætum.
    • Persónulegum öryggisbúnaði og reglum um notkun hans.
    • Öryggis- og hlífðarbúnaði sem er á tækjum og verkfærum.
    • Helstu almennu verkfærum og sérverkfærum sem notuð eru á ökutækjaverkstæðum, notkun þeirra og umhirðu.
    • Algengum skrúffestingum og lyklastærðum.
    • Skipulagi á verkstæði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Meta hættur á vinnustað.
    • Velja réttan hlífðarbúnað.
    • Velja réttu verkfærin.
    • Nota stærri sem smærri verkfæri við vinnu á ökutækjaverkstæðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Virða reglur um hreinlæti og meðferð úrgangs- og spilliefna.
    • Nota persónulegan öryggisbúnað.
    • Stuðla að samábyrgð á vinnustað og ástunda örugg vinnubrögð.
    • Meta ástand almennra áhalda og verkfæra sem notuð eru á ökutækjaverkstæðum.
    • Fara með, hirða og beita almennum áhöldum og verkfærum sem notuð eru á verkstæðum.
    • Nota og ganga um verkstæðisbúnað svo sem lyftibúnað, þrýstilofts- og spautuklefa, þynnisþvottatæki og málningarbari.
    • Hafa skipulag á lagerhaldi.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.