Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1650364016.3

  Sjálf- og beinskiptir gírkassar
  SBGK3BV05
  1
  Sjálf- og beinskiptir gírkassar
  Bifvélavirkjar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Farið er yfir gerð og virkni hand- og sjálfvirkra gírkassa, þar með talið DSG og CVT með og án vökvabúnaðar, og íhluta þeirra. Farið er í grunnreglur og útreikninga á afli, vægi, afköstum. Fjallað er um reglubundið viðhald, ástandsskoðun og prófanir og mat á ástandi íhluta. Farið yfir vökvakerfisolíur og síur, vökvaleiðslur og tengi fyrir sjálfvirka gírkassa og almenn vökvakerfi. Þá er fjallað um hættur þegar unnið er undir ökutæki, meðhöndlun þungra hluta og skaðsemi olíu. Sérstök áhersla er lögð á hreinlæti og nákvæmni í vinnu við vökvakerfi.
  Gírkassar og kúplingar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • drifbúnaði ýmissa bifreiða með hand- og sjálfvirka gírkassa.
  • Drifbúnaði ýmissa bifreiða með hand- og sjálfvirka gírkassa.
  • Grunnreglum og útreikning á afli, vægi, afköstum, nýtingu, þrýstingi og ferli afls frá aflgjafa til hjóla ökutækis.
  • Íhlutum í hand- og sjálfvirkum gírkössum og hlutverk þeirra.
  • Uppbyggingu tengsla í hand- og sjálfvirkum gírkössum.
  • Olíum sem notaðar eru á gírkassa og mikilvægi notkunar réttrar olíu.
  • Þrýstiventlum, stjórn- og skiptiventlum í sjálfvirkum gírkössum.
  • Þrýstiventlum, stjórn- og skiptiventlum í vökvakerfum.
  • Gírskiptibúnaði og gírbremsum í handskiptum gírkössum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Sinna reglubundnu viðhaldi og gera viðeigandi prófanir (bilanagreiningar) á handskiptum og sjálfvirkum gírkössum.
  • Taka gírkassa úr ökutæki og setja í aftur.
  • Taka í sundur og setja saman sjálfvirkan gírkassa.
  • Þrýstimæla vökvakefi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Annast viðgerðir á handskiptum og sjálfvirkum gírkössum.
  • Greina og gera við bilanir í gírbremsum í handskiptum gírkössum.
  • Lýsa uppbyggingu DSG gírkassa.
  • Lýsa uppbyggingu CVT gírkassa.
  • Lýsa plánetugíra samstæðu og reikna gírhlutföll.
  • Lýsa virkni ventlahúss, fjöldiskatengsli og tengsli (e. converter).
  • Gera sér grein fyrir mikilvægi olíuskipta og reglulegrar þjónustu við gírkassa.
  • Bilanagreina rafstýringar og gera við algengan stýribúnað vökvakerfa.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.