Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1650362530.31

  Raf- og blendingsbifreiðar
  RABL3BV05
  1
  Raf- og blendingsbifreiðar
  Bifvélavirkjar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemandinn þekki virkni rafmótora og rafala í raf- og blendingsbílum, stjórnbúnað þeirra, háspennurafgeyma og annarra íhluta drifbúnaðar slíkra bifreiða. Nemandinn getur á öruggan hátt, á grundvelli þekkingar sinnar á hættum við háspennu, unnið að almennu viðhaldi, bilanagreiningu og viðgerðum háspenntra raf- og blendingsbifreiða. Nemandinn getur framkvæmt allar almennar bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á raf- og blendingsbifreiðum. Nemandi getur fylgt upplýsingum framleiðenda og á grundvelli þeirra framkvæmt niðurlokanir á háspennurafgeymum bifreiðanna.
  Rafmagnsfræði og mælingar, Rafmagn – bilanagreining rafbúnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Uppbyggingu og virkni allra íhluta drifrásar raf- og blendingsbifreiða, þar með talið: Háspennurafgeymi, áriðli/afriðil DC/DC spennubreyti, rafmótor/rafal.
  • Nemandinn þekki aðferðir til að afla upplýsinga um vinnu við íhluti drifbúnaðar raf- og blendingsbifreiða.
  • Hættum í vinnu við raf- og blendingsbifreiðar. Niðurlokun raf- og blendingsbifreiða.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Greina bilanir með bilanagreini.
  • Nota upplýsingar framleiðanda við viðhald raf- og blendingsbifreiða.
  • benda á hvern íhlut í drifbúnaði raf- og blendingsbifreiða og skýra út virkni þeirra.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Leita bilana í raf- og blendingsbifreiðum með bilanagreini.
  • Geta framkvæmt almennt viðhald og viðgerðir raf- og blendingsbifreiða.
  • Geti skipt um íhluti drifbúnaðar raf- og blendingsbifreiða.
  • Framkvæma niðurlokun hávolta rafgeyma raf- og blendingsbifreiða samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.