Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649867475.05

  Undirvagn –fjöðrunarbúnaður
  UNFJ2BV05
  1
  Undirvagn –fjöðrunarbúnaður
  Bifvélavirkjar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið yfir uppbyggingu, virkni og hlutverk mismunandi fjöðrunarbúnaðar í bifreiðum. Fallað er um fræðilega þætti fjöðrunar, mismunandi útfærslur og hlutverk og virkni íhluta og fjöðrunar í heild. Unnin eru verkefni í ástandsskoðun og bilanagreiningu kerfanna og viðgerðum á þeim. Farið er yfir notkun réttra verkfæra, tækja og tækniupplýsinga við þjónustu og viðgerðir, með áherslu á öryggisþætti.
  Grunnnám bíliðngreina.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Uppbyggingu og virkni mismunandi fjöðrunarbúnaðar.
  • Þeim kröftum sem verka á bifreið í akstri.
  • Öryggisreglum og vinnuaðferðum þegar unnið er við fjöðrunarbúnað.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Ástandsskoða og framkvæma viðgerðir á fjöðrunarbúnaði.
  • Nýta tækniupplýsingar við þjónustu og viðgerðir á fjöðrunarbúnaði.
  • Nota rétt verkfæri og tæki við þjónustu, bilanagreiningu og viðgerðir á fjöðrunarbúnaði.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Ástandskoða, bilanagreina og þjónusta fjöðrunarbúnað.
  • Framkvæma viðgerð á fjöðrunarbúnaði á öryggan hátt.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.