Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649867028.84

  Rafmagnsteikningar og -leiðslur
  RATL2BV05
  1
  Rafmagnsteikningar og -leiðslur
  Bifvélavirkjar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Farið er í uppbyggingu og virkni rafmagnsteikninga og merkingu helstu tákna samkvæmt DIN staðli. Gerðar eru æfingar í notkun rafmagnsteikninga við bilanagreiningu og viðgerðir á rafkerfum. Einföld rafkerfi fyrir aukabúnað eru hönnuð og teiknuð. Áhersla er á skilning rafmagnsteikninga og notkun við bilanagreiningu.
  Rafmagnsfræði og mælingar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Virkni rafmagnsteikninga.
  • Helstu táknum rafmagnsteikninga samkvæmt DIN staðli.
  • Útreikningum við hönnun einfaldra rafrása.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Lesa og skilja rafmagnsteikningar.
  • Nýta rafmagnsteikningar við bilanagreiningu.
  • Hanna og teikna einfalt rafkerfi.
  • Framkvæma viðgerðir á rafkerfum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Bilanagreina og lagfæra rafkerfi og -búnað.
  • Hanna og smíða einföld rafkerfi fyrir aukabúnað.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.