Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649863099.58

    Verkstæðisfræði
    BVVE2BV05
    12
    Verkstæðisfræði
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir öryggismál, slysahættu og umgengni á bílaverkstæðum, hvernig koma má í veg fyrir og bregðast við slysum. Útfærsla og notkun persónuhlífa. Farið er yfir meðferð, umhirðu og notkun verkfæra og mælitækja. Skoðaðar eru festingar í bifreiðum og vinnuaðferðir við losun og herslu þeirra. Farið er yfir notkun og útfærslur bílalyfta og annars lyftubúnaðar. Farið er yfir umgengni um bifreið við þjónustu. Farið er yfir útfærslur og notkun viðgerðabóka og annarra tækniupplýsinga. Farið er yfir þau skref sem þarf að hafa í huga við bilanagreiningu og skráningu upplýsinga á verkbeiðni.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Öryggismálum og slysahættu á bílaverkstæði.
    • Umgengni á bílaverkstæði.
    • Hvernig eigi að fyrirbyggja slys og bregðast við þeim.
    • Útfærslu og tilgangi persónuhlífa.
    • Verkfærum og tækjabúnaði á bílaverkstæðum.
    • Skrúffestingum.
    • Bílalyftum og lyftubúnaði.
    • Umgengni við bifreiðar sem koma til viðgerðar.
    • Viðgerða- og tækniupplýsingum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina hættur og fyrirbyggja slys á bílaverkstæði.
    • Hirða um og þrífa bílaverkstæði.
    • Meðhöndla og velja réttan hlífðarbúnað.
    • Meðhöndla verkfæri, mælitæki og annan tækjabúnað.
    • Mæla og meta festingu, losa og tryggja rétta festingu.
    • Framkvæma viðgerð á skrúfgangi.
    • Nota bílalyftu og annan lyftubúnað.
    • Umgangast bifreiðar við þjónustu.
    • Nota viðgerða- og tækniupplýsingar.
    • Skrá upplýsingar á verkbeiðni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Fara eftir öryggis- og umgengnisreglum sem gilda á bílaverkstæðum.
    • Sjá og fyrirbyggja hættur sem skapast geta á bílaverkstæðum.
    • Bregðast rétt og af öruggi við slysum.
    • Velja réttar persónuhlífar og meðhöndla þær rétt.
    • Handleika og beita verkfærum og tækjum.
    • Mæla stærð og tegund festinga.
    • Losa skrúffestingar og tryggja örugga herslu.
    • Lyfta bifreið á bílalyftu.
    • Umgangast bíl í þjónustu á viðeigandi hátt.
    • Nýta viðeigandi viðgerðar- og tækniupplýsingar.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.