Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649784716.88

  Vinnuaðferðir og verkefnahefti
  VVER3BS05
  1
  Vinnuaðferðir og verkefnahefti
  Bifreiðasmiðir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemandinn fylgir verkefnahefti og vinnur sjálfsætt viðeigandi verkefni. Áhersla er lögð á skipulag og góðan undirbúning. Í verkefnavinnunni þjálfast nemendur í notkun teikninga, skipulagi verkefna, sjálfstæðum vinnubrögðum og notkun mismunandi verkfæra og tækja. Farið er yfir mikilvægi notkunar öryggis- og hlífðarbúnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða.
  • Gildi góðs skipulags og undirbúnings.
  • Notkun smíðateikninga, verkfæra og tækja.
  • Mikilvægi þess að gæta fyllsta öryggis.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Skipuleggja verkefni.
  • Vinna sjálfstætt.
  • Nota smíðateikningar.
  • Smíða margbrotna hluti.
  • Nota viðeigandi tæki og verkfæri.
  • Gæta fyllsta öryggis.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Skipuleggja verkefni og framkvæma það frá upphafi til enda.
  • Vinna sjálfstætt.
  • Smíða margbrotna hluti.
  • Gera vinnusvæði sitt öruggt.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.