Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649784398.72

  Ál - vinnuaðferðir og rétting
  ÁVRÉ3BS03
  1
  Ál - vinnuaðferðir og rétting
  Bifreiðasmiðir
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Farið verður yfir notkun áltegunda í bifreiðum og aðferðir sem notaðar eru til gera við mismunandi áltegundir. Fjallað er um þau tæki og verkfæri sem notuð eru til verka. Farið er yfir mismunandi réttingaaðferðir sem notaðar eru þegar unnið er við ál. Unnin eru verkefni í réttingu og meðhöndlun á áli. Fjallað er um mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum framleiðanda.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hættum sem fylgir því að vinna með ál.
  • Hvar ál er að finna í ökutækjum.
  • Hitaþoli mismunandi áltegunda.
  • Aðferðum við réttingu á álhlutum í ytra byrði ökutækja.
  • Mismunandi samsetningu á álhlutum í yfirbyggingum bifreiða.
  • Notkun tækniupplýsinga frá framleiðanda.
  • Réttri notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Greina ál í bifreiðum.
  • Rétta og skeyta ál í ytra byrgði með mismunandi aðferðum.
  • Nota viðeigandi verkfæri og tæki við viðgerðir á álhlutum.
  • Hagnýta tækniupplýsingar frá framleiðanda.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Meta réttar aðferðir þegar unnið er við ál í bifreiðum.
  • Greina mismunandi tegundir og staðsetningar álhluta bifreiða.
  • Rétta og skeyta mismunandi áltegundir í yfirbyggingu bifreiða.
  • Nota tækniupplýsingar á öruggan hátt við framkvæmd viðgerða.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.