Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649784039.79

  Öryggisbúnaður
  BMRÖ2BS03
  1
  Öryggisbúnaður
  Bifreiðasmiðir
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Farið er yfir uppbyggingu og virkni mismunandi öryggisbúnaðar bifreiða, svo sem SRS loftpúðakerfis, árekstraviðvörunar, akreinaskynjunar, umferðaskiltaaðstoðar og sjálfvirks hraðastillis. Farið er yfir bilanagreiningu kerfanna með greiningartæki og stillingu þeirra eftir viðgerð. Framkvæmd eru verkefni í greiningu og stillingu kerfanna, með áherslu á notkun tækniupplýsinga.
  Rafbúnaður
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Uppbyggingu og virkni mismunandi öryggiskerfa bifreiða.
  • Virkni og notkun greiningartækja.
  • Stillingu mismunandi kerfa eftir viðgerð.
  • Mikilvægi notkunar tækniupplýsinga.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Framkvæma bilanagreiningu með greiningartæki.
  • Framkvæma einfaldar viðgerðir.
  • Framkvæma stillingu öryggisbúnaðar.
  • Nota tækniupplýsingar og framkvæma vinnu á öruggan hátt.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Framkvæma bilanagreiningu og einfaldar viðgerðir á öryggisbúnaði.
  • Framkvæma stillingar á öryggisbúnaði eftir viðgerð.
  • Nota tækniupplýsingar og greiningartæki á öruggan hátt.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.