Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649765873.49

  Límdar og hnoðaðar samsetningar
  LHSA3BS03
  1
  Límdar og hnoðaðar samsetningar
  Bifreiðasmiðir
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Farið er yfir límdar og hnoðaðar samsetningar í bifreiðum. Fjallað er um notkun mismunandi verkfæra við samsetningar á hlutum yfirbygginga. Unnin eru verkefni í samsetningum með lími og hnoðum. Fjallað er um mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum framleiðanda og reglum um notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Aðferðum sem notaðar eru við límdar samsetningar á yfirbyggingum bifreiða.
  • Notkun viðeigandi verkfæra og tækja til hnoðunar.
  • Mikilvægi notkunar tækniupplýsinga.
  • Kröfum framleiðanda vegna ábyrgðar á bifreiðum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Líma og hnoða mismunandi samsetningar bifreiða.
  • Nota viðeigandi efni og verkfæri.
  • Velja réttar aðferðir við samsetningu á mismunandi bifreiðum.
  • Nota tækniupplýsingar frá framleiðendum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Líma og hnoða mismunandi samskeyti bifreiða.
  • Beita mismunandi aðferðum, efnum, verkfærum og tækjum.
  • Nota tækniupplýsingar á öruggan hátt við framkvæmd viðgerða.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.