Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649765580.64

    Rétting ytra byrðis
    RÉYB2BS05
    1
    Rétting ytra byrðis
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Framkvæmd eru ólík verkefni í réttingu á ytra byrði yfirbygginga. Æfðar eru mismunandi aðferðir og notkun mismunandi tækja og verkfæra. Þjálfuð er notkun fylliefna og lokafrágangur fyrir málningu. Áhersla er á að vinna samkvæmt fyrirmælum framleiðanda og reglum um notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
    Rétting og fylling.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mismunandi aðferðum við réttingu yfirbygginga.
    • Virkni og notkun mismunandi tækjabúnaðar.
    • Mikilvægi þess að vinna eftir fyrirmælum framleiðanda.
    • Notkun fylliefna.
    • Mikilvægi réttrar notkunar hlífðar- og öryggisbúnaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma réttingar á ytra byrði yfirbygginga.
    • Nota mismunandi aðferðir og viðeigandi verkfæri og tæki.
    • Nota fylliefni.
    • Framkvæma lokafrágang fyrir málun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Rétta ytra byrði yfirbygginga.
    • Nota viðeigandi aðferðir, verkfæri og tæki.
    • Fylgja fyrirmælum framleiðanda við vinnu sína.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.