Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649764197.58

    Rafbúnaður
    RABÚ2BS05
    1
    Rafbúnaður
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir grunnlögmál rafmagnsfræðinnar og hegðun straums í rafrásum. Farið yfir virkni rafmagnsteikninga og notkun þeirra við bilanagreiningu rafrása. Fjallað um notkun mælitækja og mat á niðurstöðum mælinga. Farið er yfir ljósabúnað bifreiða, með áherslu á ljósastillingar. Kenndar eru aðferðir við viðgerðir á rafleiðslum. Verkefni eru unnin í bilanagreiningum á einföldum rafrásum. Kennd er teikning einfaldra rafkerfa eftir DIN staðli. Fjallað er um netkerfi bifreiða (CAN/LIN bus).
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grunnlögmálum rafmagnsfræðinnar.
    • Hegðun straums í rafrásum.
    • Uppbyggingu og notkun rafmagnsteikninga.
    • Notkun mælitækja og mati á niðurstöðum mælinga.
    • Ljósabúnaði bifreiða.
    • Virkni netkerfa (CAN/LIN bus).
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma bilanagreiningu í rafbúnaði.
    • Gera við rafleiðslur.
    • Lesa rafmagnsteikningar og teikna einföld rafkerfi.
    • Nota mælitæki og meta niðurstöður mælinga.
    • Ljósastilla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina bilanir í rafbúnaði.
    • Gera við bilaðan rafbúnað og leiðslur.
    • Teikna og tengja einföld rafkerfi.
    • Framkvæma ljósmælingar og -stillingar.
    • Útskýra virkni netkerfa (CAN/LIN bus).
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.