Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649759575.29

    Tjónamat
    BVTM3BS03
    10
    Tjónamat
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Farið er yfir framkvæmd tjónamats, móttöku bifreiðar, greiningu áverka (skemmda) og kostnaðaráætlun. Æfingar eru gerðar í framkvæmd tjónamats með og án tjónamatskerfa á borð við CABS. Áhersla er lögð á nákvæm og vönduð vinnubrögð og notkun hjálpargagna við framkvæmdina.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi nákvæmra vinnubragða.
    • Eðli tjóna (mögulegum skemmdum).
    • Notkun tækniupplýsinga.
    • Framkvæmd kostnaðarmats.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma tjónaskoðun.
    • Nota tækniupplýsingar.
    • Nota tjónamatskerfi, til dæmis CABS.
    • Gera kostnaðaráætlun og verkskýrslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Framkvæma vandað og nákvæmt tjónamat.
    • Gera nákvæma kostnaðaráætlun og skrifa vandaða verkskýrslu.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.