Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649758107.42

    Yfirbygging og aðferðir
    YFAÐ2BS02
    1
    Yfirbygging og aðferðir
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Farið verður yfir notkun mismunandi málmtegunda í bifreiðum og aðferðir sem notaðar eru við viðgerðir á þeim. Fjallað er um helstu tæki og verkfæri sem notuð eru við verkin. Farið er yfir mismunandi samsetningar yfirbygginga og efni sem notuð eru. Fjallað er um mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum framleiðanda. Verkefni unnin í notkun tækniupplýsinga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Notkun mismunandi málma í bifreiðum.
    • Mikilvægi notkunar tækniupplýsinga.
    • Kröfum framleiðanda um ábyrgðir á bifreiðum.
    • Mismunandi samsetningu á íhlutum yfirbyggingar bifreiða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina mismunandi málmtegundir bifreiða.
    • Nota tækniupplýsingar.
    • Velja réttar aðferðir við samsetningu á mismunandi málmtegundum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina mismunandi málmtegundir í bifreiðum.
    • Nota tækniupplýsingar á öruggan hátt við framkvæmd viðgerða.
    • Útskýra notkun mismunandi málmtegunda í bifreiðum.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.