Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649757863.05

    Sundur og saman, frágangur
    SUSA1BS03
    1
    Sundur og saman, frágangur
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Þjálfaðar eru aðferðir við að taka bifreiðar í sundur, setja saman og stilla viðeigandi hluti. Fjallað er um mikilvægi þess að vinna samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og nota rétt verkfæri. Áhersla er lögð er á vönduð vinnubrögð og hreinlæti þegar unnið er í innréttingum.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Aðferðum við að taka í sundur og setja saman mismunandi íhluti yfirbyggingar.
    • Frágangi og stillingu mismunandi íhluta yfirbyggingar.
    • Mikilvægi þess að styðjast við leiðbeiningar framleiðenda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Taka í sundur og setja saman mismunandi íhluti yfirbyggingar.
    • Nota viðeigandi verkfæri og tækniupplýsingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka í sundur og setja saman mismunandi íhluti yfirbyggingar fyrir viðgerð og beita við það vönduðum vinnubrögðum.
    • Framkvæma lokafrágang og stillingar eftir viðgerð og gæta samræmis við fyrirmæli framleiðanda og tækniupplýsingar.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.