Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649757123.91

    Rétting og fylling
    RÉFY1BS03
    1
    Rétting og fylling
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Farið yfir byggingarlag ökutækja, heiti flestra yfirbyggingarhluta og grundvallaratriði plötumeðferðar við réttingu. Verklegar æfingar í réttingum lausra hluta og frágangi slíkra verkefna. Æfðar þrykkingar með rafmagnsbúnaði. Farið yfir handverkfæri, einfaldan tjakkbúnað, efni, vélbúnað og suðuvélar sem notaðar er við réttingar, þenslu og þrykkingar á plötum. Farið er yfir mikilvægi þess að vinna eftir fyrirmælum framleiðanda og nota hlífðar- og öryggisbúnað.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mismunandi byggingarlagi bifreiða og heitum helstu hluta yfirbyggingar.
    • Mismunandi aðferðum við réttingar íhluta yfirbyggingar.
    • Helstu handverkfærum, áhöldum og tækjum sem notuð eru við réttingar.
    • Hitaþenslu í málmum.
    • Notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Rétta lausa hluti og nota fylliefni.
    • Þrykkja og rétta með mismunandi aðferðum.
    • Nota algeng handverkfæri og tæki.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Lýsa mismunandi byggingarlagi bifreiða og heiti helstu íhluta yfirbyggingar.
    • Framkvæma einfaldar réttingar á yfirbyggingu bifreiða og nota fylliefni.
    • Beita mismunandi tækjum og aðferðum við réttingar.
    • Beita viðeigandi réttingaraðferðum.
    • Vinna eftir fyrirmælum framleiðanda.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.