Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649697606.7

  Hjólabúnaður
  HJÓB2BS05
  1
  Hjólabúnaður
  Bifreiðasmiðir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Farið er yfir uppbyggingu og virkni mismunandi hjólabúnaðar bifreiða, fjöðrunar- og stýrisbúnaðar. Framkvæmd bilanagreininga og viðgerða á búnaðinum. Sérstök áhersla er lögð á hjólastöðumælingar og -stillingar. Verkefni unnin í viðgerðum, hjólastillingu og mati á niðurstöðu hjólastöðumælinga. Farið er yfir mikilvægi notkunar tækniupplýsinga og réttrar notkunar tækja.
  Grunnnám bíliðngreina.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mismunandi gerðum hjólabúnaðar.
  • Hjólastillingum.
  • Notkun tækniupplýsinga.
  • Notkun mælitækja og mati á niðurstöðum mælinga.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Framkvæma bilanagreiningar á hjólabúnaði.
  • Framkvæma mælingar og stillingar á hjólabúnaði.
  • Nota tækniupplýsingar.
  • Nota hjólastillitæki og meta niðurstöður mælinga.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Framkvæma bilanagreiningu og viðgerðir á hjólabúnaði.
  • Framkvæma hjólastillingu og mat á niðurstöðum hjólastöðumælinga.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.