Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649697254.45

  Málmsuða 1
  MLSU2BS03
  11
  Málmsuða
  Bifreiðasmiðir
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Farið er yfir mismunandi suðuaðferðir í yfirbyggingu bifreiða svo sem stálsuðu, koparsuðu, álsuðu og punktsuðu. Fjallað er um virkni og meðferð mismunandi tækja og verkfæra. Unnin eru verkefni í mismunandi suðuaðferðum á efnisþykkt 0,8 til 1,5 mm. Áhersla er lögð á öryggisatriði og notkun á réttum hlífðarbúnaði.
  Grunnnám bíliðngreina.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mismunandi suðuaðferðum í yfirbyggingum bifreiða.
  • Virkni mismunandi suðutækja og verkfæra.
  • Mikilvægi notkunar öryggis og hlífðarbúnaðar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Velja rétta suðuaðferð miðað við efnið sem sjóða á.
  • Nota mismunandi suðuaðferðir og suðutæki.
  • Nota og meðhöndla viðeigandi verkfæri.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Sjóða mismunandi efni í yfirbyggingum bifreiða.
  • Velja réttar suðuaðferðir og -tæki.
  • Framkvæma vinnu á öruggan hátt.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.