Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1649695314.02

  Enska fyrir bíliðngreinar
  ENBÍ2BE05
  1
  Enska fyrir bíliðngreinar
  Bílaenska
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur lesa fræðigreinar sem tengjast bíliðngreinum. Hlustað er á fjölbreytt efni sem tengist bíliðngreinum. Þjálfuð er ritun á enskum texta sem nýtist við dagleg störf í bíliðngreinum. Nemendur öðlast hæfni til að halda kynningar og halda uppi samtali á ensku þar sem notaður er orðaforði bíliðngreina. Nemendur byggja upp orðaforða sem tengist bílum og viðgerðum á þeim. Einnig verður farið í grunn málfræði til að byggja upp faglegan frágang í tali og texta.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Orðaforða á ensku sem tengist bílum og viðgerðum á þeim.
  • Hefðum sem eiga við um talað og ritað mál á ensku í tengslum við bíliðngreinar.
  • Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi og auðveldar honum nám í viðkomandi grein.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Lesa og skilja texta, svo sem viðgerðarupplýsingar, bæklinga og fræðigreinar með það að markmiði að auka orðaforða sinn og afla upplýsinga.
  • Undirbúa og flytja kynningar.
  • Nota orðabækur og orðasöfn (rafræn).
  • Skrifa texta um margvísleg málefni tengd faggreininni, t.d. tölvupósta, vörupantanir o.fl.
  • Hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Nýta sér enskan bílaorðaforða til að geta lesið texta og skilið upplýsingarnar sem þar er að finna.
  • Hlusta á enska tungu og nýta bílaorðaforða til að túlka og skilja inntak.
  • Skrifað texta sem nýtist við störf í bíliðngreinum.
  • Beita enska tungumálinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið þátt í samtali sem nýtist í störfum í bíliðngreinum.
  • Nota orðabækur og orðasöfn til víkka enskan bílaorðaforða.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.