Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1647945524.76

    Rokksaga
    SAGA3RS05
    49
    saga
    rokksaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Grennslast er fyrir um upphaf rokktónlistar. Fjallað er um helstu strauma og stefnur, um hljómsveitir og tónlistarfólk sem höfðu áhrif á þróun rokksins. Rýnt er í tónlist, tísku og lífsskoðanir ungs fólks. Skoðað er hvernig rokkmenningin verkar á samfélagið og hvernig samfélagið mótar rokkið.
    Saga á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim aðstæðum sem rokkið spratt upp af
    • helstu tónlistarstefnum rokksins
    • helstu áhrifavöldum og þátttakendum í þróun í rokksins
    • mikilvægum lögum og tónverkum rokksins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mismunandi stílbrigði í rokk- og dægurtónlist
    • tengja textagerð og tónlist við ákveðna hugmyndafræði og tísku
    • setja fram upplýsingar, hvort sem er í töluðu eða rituðu máli eða með öðrum hætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja sjálfstætt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra
    • tjá sig um ólíkar tegundir af rokki og tengja þær við annars konar gerjun í samfélaginu
    • vinna úr margvíslegum upplýsingum á gagnrýninn hátt
    Fjölbreytileg verkefnavinna í og utan kennslustunda.