Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1633521306.37

    Furðusögur
    ÍSLE2FU05
    None
    íslenska
    Furðusögur
    í vinnslu
    2
    5
    Í áfanganum verða lesnar íslenskar furðusögur. Fjallað verður um uppruna furðusagna, stöðu þeirra innan bókmenntanna og bókmenntaformið skoðað. . Nemendur lesa furðusögur, horfa á þætti og kvikmyndir sem tengjast sagnaforminu og kynnast áhrifum bókmenntaformsins á dægurmenningu í fortíð og nútíð.
    Nemandi skal hafa réttindi til að stunda nám í íslensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum bókmenntategundarinnar
    • stöðu furðusagna innan bókmennta
    • sögu og þróun furðusagnaformsins erlendis og á Íslandi
    • tengslum bókmenntagreinarinnar við aðra miðla, svo sem kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleiki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum bókmenntafræðinnar þegar fjallað eru um furðusögur
    • lesa og fjalla um furðusögur á fræðilegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á tengslum dæmurmenningar og furðusagna
    • taka afstöðu og tjá sig um bókmenntir á málefnalegan hátt
    • koma skoðunum sínum á framfæri á skýran hátt og á vönduðu máli
    Námsmat áfangans byggir á fjölbreyttri verkefnavinnu, kynningum og skapandi verkefnum.