Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623243171.94

    Þjóðhagfræði I
    HAGF2AÞ05
    16
    hagfræði
    almenn, þjóðhagfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    F
    Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni þjóðhagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Áhersla er lögð á að nemendur geti hagnýtt sér netið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum og meginviðfangsefnum þjóðhagfræðinnar
    • hugtökum þjóðhagfræðinnar sem kynnt eru í þessum áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
    • útskýra meðal annars framboð, eftirspurn, gengi, vísitölur, verðbólgu og hagvöxt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu
    • túlka og greina fréttir um efnahagsmál
    • reikna út ýmsar hagstærðir og lesa úr línuritum