Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1623242559.9

  Lögfræði
  LÖGF2LÖ05
  8
  lögfræði
  Lögfræði, inngangur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  F
  Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarfars. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem varða einstaklinga og viðskiptalífið.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnhugtökum er lúta að réttindum og skyldum einstaklinga og fyrirtækja
  • farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins
  • grundvallaratriðum í sambandi við löggjöf og aðrar réttarheimildir
  • helstu lögum sem varða samninga, umboð, kaup, kröfur, ábyrgðir og öðrum reglum sem tengjast viðskiptalífinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í umræðu um lögfræðileg málefni á gagnrýninn hátt
  • verja rökstudda afstöðu sína með tilvísun í lög og réttarheimildir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita lögum og réttarheimildum við lausn hagnýtra verkefna
  • túlka og greina fréttir sem tengjast efni áfangans
  • nota upplýsingatækni við lausn verkefna