Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1615811578.7

    Rafíþróttir, spilun og heilsa
    RAFÍ2SH05
    2
    Rafíþróttir
    Spilun og heilsa
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra og afla sér þekkingar á rafíþróttum og eru búnir undir hvernig hægt er að kynna og spila rafíþróttir í nærumhverfi sínu, í félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Áhersla er lögð á þá rafíþróttaleiki sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum hverju sinni. Nemendur finni hlutverk sitt, til dæmis spilari, þjálfari, eða skipuleggjandi. Nemendur skipuleggja æfingaleiki og sýna frá þeim. Nemendur kynnast áhrifum heilsutengdra þátta sem hafa áhrif á frammistöðu rafíþróttamanns, eins og svefns og næringar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi markvissrar og skipulagðrar þjálfunar
    • mikilvægi heilsu, næringar, hreyfingar og svefns á frammistöðu sína
    • þjálfun í tölvuleikjaspilun
    • að halda viðburði innan og utan skóla og leiðbeina öðrum um spilun leikja
    • hvernig er að vera hluti af góðri liðsheild á jafnréttisgrundvelli
    • hvernig mismunandi leikir krefjast mismunandi leikni og færni til að gera liðið sem heild betra
    • markaðs- og viðskiptafræði í rafíþróttum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda íþróttina markvisst
    • öðlast góðan tæknilegan grunn í greininni
    • iðka fjölbreyttar æfingar og leiki
    • beita skapandi lausnamiðaðri hugsun
    • stunda hreyfingu sem styrkir og gefur meira úthald til leikjaspilunar
    • gera kostnaðaráætlun og markaðssetja viðburði
    • nýta sér tækni- og miðlalæsi sér og liði sínu til framdráttar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja tengsl andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu
    • skipuleggja og halda viðburði
    • búa til kennslumyndbönd um ýmsa þætti rafíþróttarinnar
    • eiga jákvæð og skilvirk samskipti við liðsfélaga
    • þekkja jafnrétti í rafíþróttum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati.