Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537190714.7

  Jarðfræði og eðlisfræði
  RAUN1JE05
  4
  Raungreinar
  Jarðfræði, eðlisfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er farið í grundvallaratriði eðlisfræði með það að markmiði að nemendur þekki helstu grunnhugtök og nái að tengja þau við fyrri þekkingu og daglegt líf. Einnig gera nemendur einfaldar eðlisfræðitilraunir og þjálfast í túlkun og framsetningu niðurstaðna. Í jarðfræðihlutanum er megináherslan lögð á jarðfræði Íslands og umhverfismál. Loks verða þau vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir um þessar mundir varðandi nýtingu náttúruauðlinda, mengun og loftslagsbreytingar sérstaklega skoðuð.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mælieiningum og eðlismassa
  • hraða og hröðun
  • krafti, afli, vinnu og stöðuorku
  • sólkerfinu okkar og þeim hringrásum sem snerta daglegt líf jarðarbúa
  • umhverfismálum og áhrifum mannsins á lofthjúp jarðar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • breyta milli mælieininga
  • reikna dæmi tengd hraða/hröðun, krafti, afli, vinnu og stöðuorku
  • nota tæki og tól á rannsóknarstof við einfaldar tilraunir
  • beita hugtökurm á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja jarð- og eðlisfræði við umhverfi sitt og daglegt líf
  • nota undirstöðuatriði jarð- og eðlisfræði við frekara nám
  • gera sér grein fyrir þeim þáttum sem eru mikilvægir lífi á jörðinni og þeim ógnum sem steðja að lífríki jarðar
  • taka ábyrga og upplýsta afstöðu í umhverfismálum
  Hlutapróf, ástundun, virkni og skýrslur úr verklegum æfingum.