Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1536852343.48

  Efnafræði og frumulíffræði
  RAUN1LE05
  3
  Raungreinar
  Líffræði, efnafræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er farið í grundvallaratriði efna- og líffræði með það að markmiði að nemendur þekki helstu grunnhugtök og nái að tengja þau við fyrri þekkingu og daglegt líf. Einnig að þeir þjálfist í grundvallarvinnubrögðum við tilraunir í efna- og líffræði, kynnist söfnun gagna, túlkun og framsetningu niðurstaðna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • atóminu, lotukerfinu, frumefnum, efnasamböndum og efnablöndum
  • efnatengjum og nöfnum efnasambanda
  • efnahvörfum og stillingum efnajafna
  • helstu flokkum efna í lífverum
  • byggingu og starfsemi frumna
  • æxlun lífvera
  • helstu kenningum um erfðir og þróun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með lotukerfið við lausnir verkefna
  • gefa efnasamböndum efnaheiti, setja saman efnaformúlur og stilla efnajöfnur
  • skoða lífverur í náttúrunni og í smásjá
  • átta sig á einföldum erfðamynstrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja líf- og efnafræði við umhverfi sitt og daglegt líf
  • nota undirstöðuatriði líf- og efnafræði við frekara nám
  • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. líffræðilegra þátta
  • meta nýjar upplýsingar í líf- og efnafræði á gagnrýninn hátt
  Til námsmats gilda hlutapróf, mæting, virkni og skýrslur úr verklegum æfingum.