Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1520847086.91

  Enska sem alheims mál
  ENSK3AL05(FB)
  54
  enska
  enska sem alheims mál
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FB
  Þessi áfangi miðast við C1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum: lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er flóknari og sérhæfðari textar, einkum um enska tungu, ákveðin einkenni hennar, útbreiðslu og stöðu sem alheimsmáls (global language). Fyrst og fremst er nú beitt hraðlestri; einnig er unnið með fræðilegan orðaforða. Tvö bókmenntaverk eru lesin þar sem gerðar eru kröfur um enn dýpri umfjöllun, bæði í ræðu og riti. Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Nemendur vinna þemaverkefni í hópum sem tengjast menningu og sögu enskumælandi þjóða og flytja einnig fyrirlestur um sérvalið efni innan þess ramma. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni, bæði fréttatengdu, fræðilegu og menningarlegu efni. Þar er reynt að kanna ólík afbrigði mælts máls eftir heimshlutum. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda í heimanámi, þar með skil á ritgerðum, og samvinnu nemenda í kennslustundum.
  10 einingar í ensku á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum þáttum í menningu þjóða þar sem enska er töluð sem fyrsta mál
  • útbreiðslu ensku í heiminum í dag og stöðu hennar sem alheims máls (global language)
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
  • hefðum sem eiga við um talað mál, t.d. mismunandi málsnið
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja almennt talað mál, bæði skipulega og óskipulega framsett
  • skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir
  • lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans hvað varðar orðaforða, uppbyggingu, myndmál og stílbrögð
  • nota ensku á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
  • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg
  • beita ritmáli í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs og tæknilegs eðlis, bæði þegar talað er skipulega og óskipulega
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, svo sem í bókmenntaverkum og öðrum textum
  • skilja almennt innihald í sérfræðitextum sem ekki tengjast endilega sérsviði nemandans, geta lagt gagnrýnið mat á texta
  • beita ensku án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð og brugðist við fyrirspurnum
  • geta lýst skýrt og greinilega flóknum hlutum og dregið saman í viðeigandi niðurstöður á sviði sem hann þekkir vel
  • beita rithefðum sem við eiga í textagerð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
  • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
  • skrifa skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er
  • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin
  Símatsáfangi. Próf (þ.m.t. munnlegt próf og ritgerðarpróf) og verkefnum skv. kennsluáætlun og taka virkan þátt í þemaverkefnum.