Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509528074.73

  Andlitsmeðferð byrjunaráfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
  ANMF1AA07(FB)
  1
  Andlitsmeðferð
  Andlitsmeðferð-byrjunaráfangi
  Samþykkt af skóla
  1
  7
  FB
  Í þessum áfanga eru lærð grunnatriði andlitsmeðferða. Lærð er rétt uppsetning og undirbúningur vinnuaðstöðu, móttöku viðskiptavina, vinnuumhverfi og æskilegar vinnustöður. Áhersla er lögð á grunnþætti andlitsmeðferðar eins og yfirborðshreinsun húðar, andlits-, höfuð- og herðanudd. Kennt er að greina helstu húðgerðir og velja viðeigandi hreinsivörur og andlitskrem. Nemendur læra rétta efnisnotkun í verkþáttum og tengja við áfangann ANMF2AB04.
  Almennt grunnnám samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi þess að vinnustaða og stilling vinnustóla séu þannig að sem bestur árangur náist við verklega vinnu
  • fjölbreyttum hreinsivörum sem notaðar eru við yfirborðshreinsun húðar
  • helstu aðferðum við yfirborðshreinsun húðar
  • mismunandi húðgerðum, geti greint á milli þeirra og ólíkra markmiða meðferða
  • æskilegu vinnuumhverfi fyrir andlits- og herðanudd
  • grunnatriðum nudds og aðferðum sem auka hæfni nuddara
  • efnum sem nuddað er með í höfuð- og herðanuddi og geta rökstutt forsendur fyrir vali á efnum
  • ólíkum kremum/serumum með tilliti til húðgerðar og mismunandi umhverfisþátta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp vinnustól á mismunandi hátt með tilliti til andlitsmeðhöndlana
  • setja upp áhaldaborð fyrir andlitsmeðhöndlun
  • taka á móti viðskiptavini og búa um hann fyrir meðhöndlun
  • hreinsa yfirborð húðar með mismunandi aðferðum og hreinsivörum
  • greina grunnatriði mismunandi húðgerða og fylla út viðeigandi greiningablöð
  • sýna fram á viðeigandi undirbúning fyrir höfuð- og herðanudd
  • nudda andlit, höfuð og herðar eftir sænska nuddkerfinu með flæðandi hreyfingum
  • nudda höfuð- og herða í samræmi við húð og vöðvabyggingu viðkomandi
  • hreinsa húð að loknu nuddi í samræmi við nuddefni
  • bera krem og serum á húð í lok meðferðar og beita réttum hreyfingum við það
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á verklega þætti námsins og samskiptatækni
  • undirbúa verkþætti og hafa skilning á mikilvægi vandaðra vinnubragða og fagmannlegrar framkomu
  • velja viðeigandi snyrtivörur í meðferð með tilliti til ástands húðar og markmiðum meðferðar
  • skilja við vinnuaðstöðu á viðeigandi hátt og sýna frágang áhalda og efna af þekkingu á mismunandi sótthreinsunarmiðlum
  Símat (vinnueinkunn, verklegt mat, verkefnavinna, kannanir og frammistaða í tímum)