Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508926421.12

    Húðsjúkdómar
    HÚSJ2CA05
    1
    Húðsjúkdómar
    Húðsjúkdómar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra um algengustu húðsjúkdóma og orsakavalda þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn í hugsanlega meðferð hjá lækni og hvernig slíkt fer saman við meðhöndlun á snyrtistofu.
    Samkvæmt áfangalýsingu náms í snyrtifræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkenni á algengustu húðsjúkdómum, orsökum þeirra og helstu meðferðarúrræðum eins og akni, rósroða, exem og sóríasis, veirusýkingum, bakteríusýkingum og sveppasýkingum, kláðamaur og lús, litabreytingum í húð, aukningu og skorti á litarefnum húðar, helstu æðabreytingum í húð, naevi fæðingarblettum, góðkynja og illkynja æxlisvexti í húð, ofsakláða og hreisturhúð
    • forsendum fyrir vali á sérmeðferð fyrir einstakling og hugsanlegum víxlverkun þeirra við læknismeðferð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina og þekkja helstu vísbendingar um húðeinkenni sem gætu hindrað snyrtimeðferðir
    • íhuga val á snyrtimeðferð og ráðleggingum um snyrtivörur fyrir mismunandi húðeinkenni og hafa tök á raunhæfum valkostum fyrir viðskiptavini til úrbóta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina hvort meðhöndla skuli húðeinkenni eða vísa viðkomandi til læknis
    • ákvarða raunhæfa snyrtimeðferð í þeim tilvikum sem við á og geta stutt það rökum til úrbóta fyrir húðina
    • ráðleggja um efni og vörur sem henta hverju húðeinkenni fyrir sig
    • hafa yfirsýn um meðferðarúrræði hjá lækni og hvort og hvernig slíkt fari saman við snyrtimeðferðir
    Vinnueinkunn (tímaverkefni, verkefnavinna, skyndipróf og frammistaða í kennslustundum) og lokapróf