Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1508840056.88

  Flokkun snyrtivara- grunnáfangi
  ESNY1AA01(FB)
  2
  Efnafræði snyrtivara
  Flokkun snyrtivara
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  FB
  Í áfanganum er farið í grunnsnyrtivörur, tilgang þeirra og virkni. Áhersla er lögð á skilning á efnasamsetningu og eiginleikum snyrtivörunnar og átta sig á og greina notkunarsvið þeirra. Farið er yfir reglugerðir varðandi framleiðslu, merkingu og meðhöndlun snyrtivara.
  Almennt grunnnám samkvæmt skólanámskrá.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnflokkun snyrtivara eftir tilgangi hennar í meðhöndlun húðar hvort sem er til heimanota eða í snyrtimeðferð
  • efnum til húðhreinsunar og geti skilgreint mismunandi eiginleika og notkunarsvið þeirra s.s hreinsimjólk, hreinsifroðu, hreinsisápu eða hreinsivatn.
  • mismunandi kremum, eiginleikum þeirra og virkni með vísun í lykilinnihaldsefni þeirra
  • mismunandi serumum, tilgangi þeirra og virkni með vísun í lykilinnihaldsefni þeirra
  • víxlverkun grunnsnyrtivara og hvernig þær eru notaðar saman til að ná sem bestum árangri
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • flokka hreinsiefni eftir húðgerðum og notkunarsviði þeirra
  • flokka krem og serum eftir húðgerðum og ráðleggja notkun þeirra til að ná sem bestum árangri
  • velja húðvöru eftir efnisvirkni hennar og tilgangi fyrir mismunandi húðgerðir að ráðleggja rétta notkun snyrtivara
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja viðeigandi hreinsiefni fyrir ólíkar húðgerðir
  • velja krem og serum með tilliti til sérvirkni þeirra fyrir ólíkar húðgerðir og fært fyrir því haldgóð rök fyrir valinu
  Símat (verkefnavinna, kannanir og frammistaða í kennslustundum)