Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507884978.51

  Hárfjarlæging
  HÁRF2BA04
  1
  Hárfjarlæging
  Hárfjaræging
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  FB
  Í áfanganum er farið í sögulegt ágrip rafrænnar háreyðingar og þróun varðandi rafstraum og tæki sem notuð er við hana. Nánar er farið yfir líffæra- og lífeðlisfræði hárs og húðar, auk húðsjúkdóma með tilliti til rafrænnar háreyðingar. Farið er í grunnaðferðir við varanlega háreyðingu með galvaní- og riðstraumi og lögð áhersla á að nemendur geti greint á milli mismunandi aðferða með þeim. Nemendur öðlist grunnfærni við fjarlægingu hára, tileinki sér rétt vinnubrögð við verkþætti og hafi þekkingu á undirbúningi og eftirmeðferð húðar.
  Samkvæmt skólanámskrá
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og eiginleikum húðar, kirtlum hennar, ónæmiskerfi,og innkirtlastarfsemi líkamans
  • uppbyggingu hárs og hárslíðurs, vaxtarhring og mismunandi vaxtarstigi hára
  • ástæðum óæskilegs og óeðlilegs hárvaxtar og hugsanlegum orsökum endurvaxtar hárs eftir meðferð
  • algengustu húðsjúkdómum með tilliti til rafrænnar háreyðingar, með- og mótrök fyrir meðferð
  • sögu rafrænnar háreyðingar með tilliti til rafstraumstegunda og aðferða sem hafa verið notaðar
  • rafstraumsgerðum sem eru notaðar við rafræna háreyðingu og kunna að greina á milli þeirra
  • ólíkri virkni rafstraums á húð og hári (áhrif, þol og hitamyndun)
  • helstu siðfræðireglum varðandi meðhöndlun óæskilegs hárvaxtar og þá eiginleikum sem snyrtifræðingur þarf að temja sér þar að lútandi
  • spjaldskrárgerð fyrir rafræna háreyðingu og forsendum fyrir árangursríkri háreyðingu með rafrænni meðferð
  • frábendingum og varúðarráðstöfunum við rafræna háreyðingu
  • mismunandi nálum sem eru notaðar við rafræna háreyðingu og geta borið saman kosti þeirra og galla
  • tengslum á milli nálarstærðar og straumstyrks með tilliti til hárs og húðar
  • mismunandi vinnustöðum við rafræna háreyðingu
  • mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar húðar, nála, áhalda og tækja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilgreina uppbyggingu hárs og hárslíðurs, hárvöxt og hárvaxtarstig og útskýra áhrif innkirtlastarfsemi á hárvöxt
  • skilgreina tegundir rafstrauma sem eru notaðar við rafræna háreyðingu, áhrif þeirra og virkni (galvaní-, diathermy-, tvístraumur)
  • fylla út spjaldskrá fyrir viðskiptavin og greina forsendur fyrir árangursríkri rafrænni háreyðingarmeðferð
  • mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar húðar, nála, áhalda og tækja
  • setja upp vinnuaðstöðu fyrir rafræna háreyðingu
  • velja nálarstærð til árangursríkrar meðferðar
  • renna nál í hárslíður og skynja forsendur fyrir réttri innsetningu hennar
  • fjarlægja meðhöndlað hár úr hárslíðri og meta árangur eftir vaxtarstigi þess
  • meðhöndla húðsvæði eftir háreyðingu og ráðleggja um vörunotkun eftir meðferð heimafyrir
  • frágangi vinnusvæðis, sótthreinsun áhalda og eyðingu notaðra nála
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • undirbúa vinnuaðstöðu, setja upp tæki og önnur áhöld sem þarf í meðferð og sótthreinsa og ganga frá að meðferð lokinni
  • taka á móti utanaðkomandi aðila, útskýra meðferð og undirbúa rafræna háreyðingarmeðferð
  • undirbúa húðsvæði og velja háreyðingarnál og straumgerð sem hentar til árangursríkar meðferðar
  • fjarlægja hár með rafrænni meðferð á viðunandi hátt með tilliti til grófleika hárs og húðgerðar
  • sótthreinsa húðsvæði fyrir og eftir meðferð og veita ráðgjöf varðandi meðhöndlun heimafyrir
  Símat (vinnueinkunn, verkefnavinna, skyndipróf, frammistaða í kennslustundum og verklegt próf)