Fjallað er um normlega dreifingu og aðrar líkindadreifingar, úrtök og tölfræðilegar ályktanir, fylgni og fleira. Verkefni eru unnin í tölvum með hjálp tölfræðiforrita.
5 einingar í tölfræði á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengustu líkindadreifingum
fylgnihugtakinu
öryggisbilum
framsetningu tilgáta og prófana á þeim
öflun tölfræðilegra upplýsinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta einfalda líkindadreifingu við útreikning líkinda
reikna fylgni á milli tveggja breytna
túlka fylgnistuðla
nota hugtökin öryggisbil, öryggismörk og öryggisstig
setja fram tilgátur og prófa þær
framkvæma Z-próf og t-próf
nýta tölfræðileg forrit við vinnslu og framsetningu tölfræðilegra gagna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita skipulögðum aðferðum við lausn tölfræðiverkefna
túlka og meta niðurstöður tölfræðilegra útreikninga
setja fram niðurstöður sínar á skýran og skipulegan hátt
vinna með öðrum að verkefnum sem tengjast tölfræði
Símatsáfangi sem byggir á verkefnavinnu. Nemendur vinna bæði einstaklings- og hópverkefni sem skilað er jafnt og þétt yfir önnina.