Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476213313.25

    Stærðfræði: Rúmfræði, vigrar og hlutföll
    STÆR2RM05(FB)
    50
    stærðfræði
    Rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Viðfangsefni áfangans er evklíðsk rúmfræði, vigrar og hlutföll. Þungamiðja áfangans birtist í hinni evklíðsku rúmfræði enda hefur hún sett mark sitt á stærðfræðiiðkun í meira en 2000 ár og hefur átt þátt í að móta rökhugsun hverrar kynslóðar á fætur annarri.
    Nemendur sem fá einkunnina B eða hærra í lokaeinkunn í grunnskóla eða STÆR1AH05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppleggi evklíðskrar rúmfræði – fræðigrein með frumreglum, skilgreiningum og stærðfræðisetningum sem sannaðar eru með fullgildum hætti
    • mörgum af helstu hugtökum og setningum evklíðskrar rúmfræði
    • helstu eiginleikum vigra í hnitakerfi, t.d. lengd, samlagningu og margföldun vigurs með rauntölu
    • samsíða og hornréttum vigrum
    • hlutföllum
    • prósentum
    • vöxtum og framtíðarvirði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að takast á við margbreytileg viðfangsefni stærðfræðinnar
    • horfa á viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum og tengja eldri þekkingu við nýja
    • varpa ljósi á verkefni með góðum skýringarmyndum þegar það á við og útskýra undirstöðuhugtök með skiljanlegum hætti
    • segja „sögu“ verkefnis frá upphafi til enda og geta tjáð sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
    • sannreyna lausnir (t.d. með því að reikna til baka)
    • beita táknmáli stærðfræðinnar
    • færa sönnur á valdar stærðfræðisetningar
    • meðhöndla hlutföll og prósentur
    • færa sér einfaldan þríliðureikning í nyt
    • reikna vexti og framtíðarvirði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
    • beita voldugu táknmáli stærðfræðinnar sem er mjög mikilvæg viðbót við hið venjulega tungumál og gerir það að öflugu tjáningartæki
    • lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
    • átta sig á viðfangsefnum verkefna og þeim skilyrðum sem sett eru fram
    • átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
    • þýða verkefni yfir á algebrumál
    • nýta sér hliðstæður við verkefnaúrlausnir og beita samskonar lausnaraðferðum þegar það á við
    • beita ágiskun byggða á innsæi því hún getur opnað dyr sem voru lokaðar og beint verkefni í réttan farveg
    • einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin og geta orðað hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
    Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Það næst með því að leggja reglulega fyrir skriflegar æfingar ásamt því að nemendur skili verkefnum sem eru yfirfarin af kennara. Skriflegt próf í lok annar hefur þó mest vægi. Kennari getur vikið frá þessu uppleggi og haft símat sem byggist að verulegu leyti á hlutaprófum og skilaverkefnum. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.