Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1465225576.66

  Heimilisfræði með áherslu á bakstur
  HEFR1BA02
  16
  Heimilisfræði
  Bakstur
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  B
  Sérstök áhersla verður á undirstöðuatriðum og verklagi tengdu bakstri. Notast verður við fjölbreyttar uppskriftir og áhersla verður á persónulegt hreinlæti þeirra sem starfa við bakstur. Einnig verða undirstöðuatriði tengd heimilisþrifum og þvottum þjálfuð.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Að bakstur er eldunaraðferð þar sem hráefnið er eldað í þurrum hita, oftast í ofni
  • Helstu áhöldum og tækjum í eldhúsi
  • Að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
  • Mikilvægi hreinlætis við baksturs
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Fara eftir uppskriftum
  • Taka til viðeigandi hráefni í réttum skammtastærðum
  • Viðhafa hreinlæti við bakstur
  • Nota viðeigandi öryggisbúnað við bakstur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Baka kökur eða útbúa aðrar veitingar
  • Lesa mismunandi uppskriftir og vinna eftir þeim
  • Ganga frá áhöldum og hráefni sem notað hefur verið
  • Fara eftir almennum hreinlætiskröfum við bakstur
  • Fara eftir almennum öryggisatriðum við eldhússtörf
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.