Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1444231186.37

  Grunnáfangi - framhald
  ÍSAN2GM05
  4
  íslenska sem annað mál
  Grunnatriði og málnotkun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Framhaldsáfangi í málfræði og málskilningi fyrir nemendur með erlendan bakgrunn. Nemendur lesa smásögur og léttlestrarbækur. Haldið er áfram með orðflokka og beygingar auk þess sem farið er í grunnatriði í setningafræði, stafsetningu og ritun.
  Nemandi þarf að hafa lokið 5 feiningum í íslensku á 1. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • algengustu fornöfnum, töluorðum og smáorðum og hvernig þau eru rituð
  • grunnatriðum setningafræðinnar
  • helstu stafsetningarreglum
  • orðaforða sem nýtist í framhaldsskólanámi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina á milli yfirhugtaka, andheita og samheita
  • lesa texta með réttum framburði, áherslum og hrynjandi
  • nýta sér algengustu málfræðireglur í töluðu og rituðu máli
  • nýta sér hjálpartæki á neti við íslenskunámið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig á talaðri og ritaðri íslensku
  • afla sér upplýsinga á íslensku er tengist námi og verkefnavinnu
  • fara eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum
  • afla sér þekkingar og upplýsinga varðandi dagleg málefni
  Hlutapróf, verkefni og skriflegt lokapróf.